Líkaminn man - EMDR og TRE - Helgarnámskeið - Reykjavik

Schedule

Fri, 14 Nov, 2025 at 01:00 pm

UTC+00:00

Location

Yogavin | Reykjavík, RE

Advertisement
Á þessu gagnvirka námskeiði fær þátttakandinn tækifæri til að vinna með og auka við eigin þekkingu og færni fyrir eigin heilsu. Afleiðingar áfalla og streituvaldar eru meðal viðfangsefna okkar í námskeiðinu auk margs annars sem getur leitt til betri heilsu og bættra lífsgæða.
Líkaminn geymir allt.
Fólk sem hefur orðið fyrir áföllum finnur fyrir langvarandi óöryggi í líkama sínum – fortíðin lifir í formi óþæginda, verkja, kvíða. Líkami þeirra verður stöðugt fyrir innri viðvörunarmerkjum, oft óútskýranleg. Til að reyna að stjórna þessum ferlum læra þau oft að hunsa tilfinningar sínar og deyfa meðvitundina um það, sem er að gerast innra með þeim. Þau læra að fela sig fyrir sjálfum sér.
-Bessel Van Der Kolk.
Næsta þriggja daga námskeið
Föstudagur 14. nóvember, 2025. kl. 13.00 -17.00
Laugardagur 15. nóvember, 2025. kl. 9.00 - 17.00
Sunnudagur 16. nóvember, 2025. kl. 10.00 - 16.00
Verð: 129.000 kr
Nánari upplýsingar og skráning.
https://www.svavabrooks.com/emdr-tre-namskeid
Boðið er upp á stutt spjall ef þú hefur áhuga en vilt nánari upplýsingar um hvort að þetta námskeið henti þér. Hafðu samband við Svövu [email protected]
Um helgina er rifjað upp hvernig streita hefur áhrif á líkamann. Farið er yfir viðbrögð taugakerfisins við streitu og áföllum. Einnig er farið í EMDR hópmeðferð fyrir úrvinnslu áfalla, TRE fyrir spennulosun á streitu og til að ná djúpri slökun fyrir líkama og taugakerfi.
Tilgangur námskeiðisins er bæði uppbygging og styrking einstaklinga fyrir úrvinnslu áfalla. Einnig aukum við þolmörk líkamans fyrir betra tilfinningalegt jafnvægi. Loks lærum við að tengja betur saman huga og líkama. Það bætir færni okkar við að takast á við streitu og almenna vanlíðan.
EMDR hópameðferð er frábrugðin hefðbundinni hópameðferð að því leyti að þátttakendur vinna sjálfstætt og ræða ekki áfallasögu sína við aðra. EMDR hópameðferð krefst ekki að aðilar í hópnum séu að vinna með sama vanda. Þannig forðast einstaklingar hvers kyns aukakveikjur, komast framhjá mögulegum félagslegum kvíða sem tengist því að tala í hópi og hagnast af þeim jákvæða ávinningi sem sameiginleg hópaupplifun getur verið.
TRE® (Tension, Stress & Trauma Release) er líkamsmiðuð leið til að hjálpa líkamanum að losa um spennu, streitu og áföll sem liggja djúpt í vöðvum líkamans. Leiðin er þróuð af Dr. David Berceli PhD til að virkja náttúruleg viðbrögð líkamans á öruggan hátt með því að leyfa líkamanum að skjálfa eða titra til að losa um vöðvaspennu og róa taugakerfið. Með því að virkja þessi náttúrulegu viðbrögð líkamans í öruggu umhverfu, er verið að hvetja líkamann til þess að endurheimta jafnvægi sitt og ná slökun eftir langvarandi streitu.
Leiðbeinendur á þessu námskeiði eru Sigríður Björnsdóttir sálfræðingur og Svava Brooks, TRE leiðbeinandi.
Sigríður hefur starfað á einkareknum sálfræðistofum frá útskrift M.Sc í sálfræði frá HR 2018. Hún er í reglulegri handleiðslu bæði hjá íslenskum og erlendum handleiðurum og tekur markvisst þátt í þjálfun og endurmenntun á EMDR meðferðarforminu og mikilvægri sérhæfingu því tengdu.Hún sérhæfir sig í úrlausn áfalla, bæði flókinna áfalla og vegna áfallastreituröskunar auk almennrar sálfræðiþjónstu. Nánari upplýsingar um Sigríði og EMDRsetrinu hér. https://www.emdrsetrid.is/
Svava er vottaður TRE leiðbeinandi, TRE trainer trainee, og hefur unnið með TRE ráðgjöf síðan 2017. Svava hefur unnið með sjálfshjálparhópa á vegum einkafyrirtækja, stofnana og grasrótarsamtaka síðastliðinn 9 ár, við forvarnir gegn kynferðisofbeldi síðastliðinn 15. ár. Svava býður upp á fræðslu og námskeið um áhrif streitu og áföll á heilsu og líðan, fyrir fyrirtæki og stofnannir. Svava tekur reglulega þátt í þjálfun í TRE, vinnur sem TRE mentor og síðast hefur setið námskeið til að kenna börnum TRE. Hægt er að fræðast meira um Svövu og TRE á heimasíðu hennar: svavabrooks.com/tre
Líkaminn man, helgarnámskeið i EMDR meðferð og TRE aðferðin.
Meðferð og sjálfstyrking sem felur í sér EMDR meðferð, sjálfstyrkingu og streitu og spennu losun vegna vegna áfalla, verkja eða kulnunar. EMDR meðferð er heildstæð sálfræðileg meðferð til að vinna úr afleiðingum áfalla og streitu.
Sigríður Björnsdóttir, EMDR meðferðaraðili er M.Sc. sálfræðingur og vottaður EMDR meðferðaraðili og EMDR handleiðari. Sérhæfð í úrlausn áfalla og streitu.
TRE er líkamsmiðuð aðferð til að losa úr líkamanum, spennu, streitu og verki. Svava B Svanhildardóttir, TRE leiðbeinandi er vottaður leiðbeinandi og sérhæfir sig í líkamsmiðaðri nálgun.
Þátttakendur öðlast færni í streitustjórnun, finna fyrir meiri orku og betra jafnvægi.
Umsögn um námskeiðið:
"Mjög gott og gagnlegt námskeið. Farið yfir mikið efni en öllu gefið góður tími sem passaði vel. Kennarar mjög gefandi og hlýir. Skilaði sér vel hversu mjög þeir brenna fyrir því að gefa af sér og umvefja nemendur sína."
Advertisement

Where is it happening?

Yogavin, Grensásvegur 16, 108 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Event Location & Nearby Stays:

Svava Brooks, Certified TRE Provider

Host or Publisher Svava Brooks, Certified TRE Provider

It's more fun with friends. Share with friends

Discover More Events in Reykjavík

Shostakovitsj & Prokof\u00edev
Thu, 13 Nov at 07:30 pm Shostakovitsj & Prokofíev

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2

ENTERTAINMENT MUSIC
Sammy Obeid: Northern Lit in Iceland!
Thu, 13 Nov at 08:00 pm Sammy Obeid: Northern Lit in Iceland!

Gamla Bíó

COMEDY ENTERTAINMENT
Liza Ferschtman leikur Bach - einleikst\u00f3nleikar
Fri, 14 Nov at 06:00 pm Liza Ferschtman leikur Bach - einleikstónleikar

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

MUSIC ENTERTAINMENT
Back to the Future - F\u00f6studagspart\u00eds\u00fdning!
Fri, 14 Nov at 09:00 pm Back to the Future - Föstudagspartísýning!

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

PARTIES ENTERTAINMENT
The Vintage Caravan \u2013 Portals \u00fatg\u00e1fut\u00f3nleikar
Fri, 14 Nov at 09:00 pm The Vintage Caravan – Portals útgáfutónleikar

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

P\u00e9tur J\u00f3hann | Borgarnes \ud83e\udd21 \ud83c\udfa4
Fri, 14 Nov at 09:00 pm Pétur Jóhann | Borgarnes 🤡 🎤

Grímshús

Skuggaleikh\u00fas
Sat, 15 Nov at 11:00 am Skuggaleikhús

Borgarbókasafnið Gerðubergi

WORKSHOPS ART
Barna Loppumarka\u00f0ur
Sat, 15 Nov at 11:00 am Barna Loppumarkaður

Grímshús

HATHA YOGA COURSE (in person or\/and online)
Mon, 15 Sep at 12:00 pm HATHA YOGA COURSE (in person or/and online)

Frakkastígur 16, 101 Reykjavík, Iceland

WORKSHOPS HEALTH-WELLNESS
Posing Workshop & Photo Walk in Reykjav\u00edk
Tue, 16 Sep at 05:00 pm Posing Workshop & Photo Walk in Reykjavík

Harpa

WORKSHOPS PHOTOGRAPHY
\u00d6ndun & Huglei\u00f0sla - N\u00e1mskei\u00f0 me\u00f0 T\u00f3masi
Tue, 16 Sep at 08:00 pm Öndun & Hugleiðsla - Námskeið með Tómasi

Skeifan 7, 108 Reykjavík, Iceland

HEALTH-WELLNESS MEDITATION
Kizomba Wednesdays at I\u00f0n\u00f3
Wed, 17 Sep at 06:30 pm Kizomba Wednesdays at Iðnó

IÐNÓ

WORKSHOPS
Double Decker Swing Social
Wed, 17 Sep at 08:00 pm Double Decker Swing Social

Tunglið Veitingar

WORKSHOPS MUSIC
Databeers Reykjavik #13
Thu, 18 Sep at 05:30 pm Databeers Reykjavik #13

Alvotech

WORKSHOPS
FREE improv theatre workshop in English - no experience required!
Thu, 18 Sep at 06:00 pm FREE improv theatre workshop in English - no experience required!

Vesturbær

THEATRE ART
Healing Conference and School with Joan Hunter
Thu, 18 Sep at 07:00 pm Healing Conference and School with Joan Hunter

Íslenska Kristskirkjan

WORKSHOPS BUSINESS
Culture Over Division - An International Seminar for Creative Europeans
Fri, 19 Sep at 09:00 am Culture Over Division - An International Seminar for Creative Europeans

Borgartún 30, 105 Reykjavíkurborg, Ísland

ART WORKSHOPS
Listasmi\u00f0ja | \u00c1rst\u00ed\u00f0arverur
Sat, 20 Sep at 12:00 pm Listasmiðja | Árstíðarverur

Borgarbókasafnið Gerðubergi

WORKSHOPS ART
Krakkal\u00fabburinn Krummi \u2013 Leikur a\u00f0 gr\u00e6num reyk
Sat, 20 Sep at 02:00 pm Krakkalúbburinn Krummi – Leikur að grænum reyk

Fríkirkjuvegur 7, 101 Reykjavík, Iceland

KIDS ART
The breath of unburdening
Sat, 20 Sep at 03:00 pm The breath of unburdening

Ármúli 40 (3. hæð), 108 Reykjavík, Iceland

WORKSHOPS PERFORMANCES

What's Happening Next in Reykjavík?

Discover Reykjavík Events