Stúfur, hvar ertu? | Búum til lestrarkraft!
Schedule
Mon Nov 03 2025 at 10:00 am to 12:00 pm
UTC+00:00Location
Borgarbókasafnið Sólheimum | Reykjavík, RE
                  		Advertisement
                   		                   		 
                  	
                  
                                    
                  Hvað erum við að fara að gera og hver geta verið með? Málið er að Stúfur litli jólasveinn hefur ákveðið að leggja snemma af stað til byggða í ár og ætlar að hefja ferðina 3. nóvember. En það er engin venjulegur kraftur sem Stúfur gengur fyrir. Hann gengur nefnilega fyrir LESTRARKRAFTI. Og hvað er lestrarkraftur? Jú, það er kraftur sem verður til þegar við lesum bækur. Og við ætlum öll að hjálpa Stúfi með því að lesa helling í heilan mánuð.
Öll geta verið með bæði börn og fullorðnir. Við ætlum að lesa allskonar bækur. Allir lesa/hlusta á sínum hraða. Þegar þið skilið bókunum, skrifið þið titlana á stóru trönuna við afgreiðsluna. Starfsfólk bókasafnsins sér svo um að telja bækurnar og skrá fjöldann í lestrarmælinn, Við höldum að við öll saman getum lesið ÞÚSUND bækur! Því meira sem við lesum og því fleiri sem eru með, því betur gengur Stúfi að komast til byggða!
Allir geta svo fylgst með ferðum Stúfs um Sólheimasafn og séð í leiðinni hversu margar bækur við erum búin að lesa saman.
Og hvað gerist svo? Jú, laugardaginn 29. nóvember kl.12:00 verður jólasögustund í Sólheimasafni og á eftir verður boðið uppá jólakakó- og kökustund. Þá fáum líka að vita hvort Stúfur hafi komist alla leið.
Og af hverju erum við eiginlega að þessu? Jú, við æfum okkur í að lesa og þegar við lesum, lærum við svo mikið í leiðinni, heyrum nýjar sögur, lærum glás af nýjum orðum, kynnumst nýju fólki, og heimurinn opnast fyrir okkur, meir og meir.
Viðburðurinn á heimasíðu safnsins: https://borgarbokasafn.is/vidburdir/born/stufur-hvar-ertu
Nánari upplýsingar veitir:
Sigrún Jóna Kristjánsdóttir
[email protected] | s. 411-6160
_____________________________________________________________________
**ENGLISH VERSION**
What are we going to do and who can participate?
The Yule Lad Stubby, who is the third in line of the thirteen Icelandic Yule Lads, is coming to town early this year. He will start his journey on November 3rd. He needs no ordinary energy to make it to his destination, he needs reading power! You might wonder what reading power is. It is the power that we generate while reading books. Together we are going help Stubby by reading a lot of books for a whole month.
Everyone can participate, young and old. We are going to read or listen to all kinds of books, everyone in their own speed. When you return the books to the library you write the title of the book you read to the easel by the counter. The librarians will then count the books and update the numbers on the reading tracker. We think that together we can read a THOUSAND books! The more we read and the more participants we get, Stubby will have more fuel on his journey and will arrive on time!
You can follow his journey in Sólheimsafn and see how many books we have read so far.
What happens next? On Saturday the 29th of November at ??? there will be a Christmas storytime in Sólheimasafn and after we will have Christmas drinks and cake. We will also get to know if Stubby made it on time.
Why are we doing this? By doing this we practise our reading skills, but we also learn a lot while reading, hear new stories and a lot of new words, get to know new people and a new world unravels, bit by bit.
The event on our website: https://borgarbokasafn.is/en/event/children/stubby-where-are-you
Further information:
Sigrún Jóna Kristjánsdóttir, specialist
[email protected] | s. 411-6160
                    	 
                    	 Advertisement
                    	                    		 
                    
                  
                  Where is it happening?
Borgarbókasafnið Sólheimum, Sólheimar 23, 104 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays:
									Know what’s Happening Next — before everyone else does. 
								
							






