KÍTÓN kynnir: Ómstrítt: Jafnrétti kynjanna og tónlist
Schedule
Wed, 05 Nov, 2025 at 03:00 pm
UTC+00:00Location
Austurstræti 5, 101 Reykjavík, Iceland | Reykjavík, RE
Hvenær: Miðvikudag, 5. nóv @ 15:00-16.30
Þann 24. október fagnar Ísland 50 ára afmæli Kvennaverkfallsins. Verkfallið varð hvati að víðtækum samfélagsbreytingum, og í dag er Ísland almennt talið meðal fremstu þjóða heims á sviði jafnréttismála.
Þrátt fyrir að konur gegni æðstu embættum þjóðarinnar og stýri mörgum menningarstofnunum landsins er því miður allt aðra sögu að segja af tónlistarheiminum. Meirihluti vinsælustu tónlistar landsins er eftir karla, og samkvæmt gögnum frá STEF eru um 80% skráðra höfunda karlar og fá þeir um 85% höfundarréttarlauna sem STEF úthlutar.
Hvernig getur þjóð sem þykir fyrirmynd í jafnréttismálum staðið svona illa þegar kemur að tónlistarsköpun? Hvaða hindranir standa í vegi fyrir jöfnum tækifærum? Ef Ísland getur ekki náð þessu – hver getur það þá?
KÍTÓN í samstarfi við Bransaveislu bjóða upp á pallborð til að ræða hvernig laga megi þessa skekkju og kynna helstu stefnu samtakanna.
Í pallborði sitja tónlistarkonurnar Anna Róshildur og Katrín Helga Ólafsdóttir en þær eru báðar í stjórn KÍTÓN. Með þeim verða Guðjón Smári Smárason, tónlistarstjóri FM957 og Paul Bridgewater, ritstjóri breska tónlistarblaðsins The Line of Best Fit.
Umræðum stýrir Josie Gaitens, fjölmiðlakona og verkefnastýra.
-----
English:
On October 24th Iceland celebrated the 50 year anniversary of the Women’s Strike - a landmark protest that helped put the country on the path to global leadership in gender equality.
With women holding Iceland’s highest offices and leading many of the country’s cultural institutions it is dismaying to see music tell a very different story. Majority of the country’s most popular music is by men, and data from STEF shows that around 80% of registered songwriters - and 85% of royalties - belong to them.
How can a nation famed for equality fall so short in music creation and production? What barriers keep women from equal representation? If Iceland can't get it right who can?
In collaboration with Bransaveisla, KÍTÓN hosts a panel discussion on how this imbalance can be addressed and to present the organisation’s key policy goals.
The panel features musicians Anna Róshildur and Katrín Helga Ólafsdóttir, both members of KÍTÓN’s board. Joining them are Guðjón Smári Smárason, Music Director at FM957, and Paul Bridgewater, Editor of the British music magazine The Line of Best Fit.
The discussion will be moderated by Josie Gaitens, journalist and project manager.
Where is it happening?
Austurstræti 5, 101 Reykjavík, Iceland, Austurstræti 5, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays:







