Þórdís Gerður
Schedule
Sun, 02 Nov, 2025 at 08:00 pm
UTC+00:00Location
IÐNÓ | Reykjavík, RE
Skáldin sem eiga ljóð í verkefninu eru Gerður Kristný, Ragnar Helgi Ólafsson, Ásta Sigurðardóttir, Steinn Steinnarr, Davíð Stefánsson og Steingrímur Thorsteinsson. Ólíkur stíll og form ljóðanna hafa, ekki síður en efnistök ljóðanna, orðið innblástur að tónsmíðunum sem eru misformfastar hvað varðar áferð og uppbyggingu.
Með verkefninu heldur Þórdís áfram að þróa hlutverk sellósins sem leiðandi hljóðfæri í jazztónlist og spuna. Þá notar hún fjölbreytta reynslu sína sem flytjandi kammertónlistar til að færa nákvæmni og næmni sígildrar tónlistar yfir í spunatónlist. Lögin voru hljóðrituð í júní 2025 og er útgáfa þeirra væntanleg á næsta ári undir nafninu Hljóð í ljóði.
Flytjendur eru auk Þórdísar á selló þeir Hilmar Jensson á rafgítar, Matthías Hemstock á slagverk, Birgir Steinn Theodórsson á kontrabassa og Óskar Guðjónsson á saxófón.
Where is it happening?
IÐNÓ, Vonarstræti 3, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays:







