Íslenskt karókí með Söndru Barilli! ⭐️
Schedule
Thu, 25 Sep, 2025 at 09:00 pm
UTC+00:00Location
Silfurtunglið | Reykjavík, RE
Advertisement
ÍSLENSKT KARÓKÍ!! 🔊 BARA ÍSLENSKT!! ⭐️Ég hef setið sveitt í nokkra mánuði að útbúa íslensk karókílög og nú er loksins komið að því að opinbera þau!
Þetta kvöld er fagnaðarkvöld allrar vinnunnar, og opnunarhóf YouTube rásar Barilli Enterprises Karaoke þar sem íslensk karókílög munu fá að dvelja um ókomna tíð.
Það hefur lengi verið mikill skortur á íslenskum lögum í karókí enn nú þarf ekki að örvænta, Írafár, Á móti sól, Sprengjuhöllin, Bubbi, og svo ótal ótal fleiri eru að mæta inn á YouTube!
Með því að syngja lögin frá YouTube síðu Barilli Enterprises Karaoke stuðlar þú að því að tónlistarfólk fái greidd stefgjöld fyrir þinn flekklausa flutning.
Lagalistanum sem kominn er verður dreift um kvöldið, og það MÁ BARA SYNGJA ÍSLENSKT.
Ekkert Abba, ekkert Islands in the Stream. Ég hendi þeim út sem biðja um My Way.
Alexandra Baldursdóttir sá um að hanna útlit ásamt Gabríeli Markan.
Verkefnið er styrkt af Atvinnumálum kvenna og unnið í samstarfi við Öldu Music.
Með einlægum kveðjum og hlakka til að sjá ykkur,
⭐️ Sandra Barilli ⭐️
Advertisement
Where is it happening?
Silfurtunglið, Grettisgata 84, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays: