Lífsleiðarbreytingar á Alþingi
Schedule
Thu, 25 Sep, 2025 at 08:00 pm
UTC+00:00Location
Arngrímsgata 5, 107 Reykjavíkurborg, Ísland | Reykjavík, RE
Advertisement
Nú er komið að fyrsta rannsóknarkvöldi vetrarins sem haldið verður í fyrirlestrasal Eddu - húsi íslenskunnar 25. september kl. 20:00.Lilja Björk Stefánsdóttir doktorsnemi í íslenskri málfræði mun hefja leika og flytur erindið „Lífsleiðarbreytingar á Alþingi". Lilja lýsir fyrirlestrinum svo:
„Í fyrirlestrinum fjalla ég um lífsleiðarbreytingar í máli þingmanna á Alþingi og hvernig slíkar breytingar tengjast ýmsum atburðum sem verða í lífi fólks, allt frá breytingum á félagslegri stöðu og að eldast yfir í efnahagshrunið og hneykslismál. Megináhersla verður lögð á svokallaða stílhliðrun (e. style-shift), sem lýsir því þegar einstaklingar breyta máli sínu ýmist í átt að því að verða formlegir eða óformlegir, og verður hin íslenska stílfærsla (e. stylistic fronting) notuð til að greina stílhliðrun í máli þingmanna. Greint verður frá notkun og þróun stílfærslu í máli einstakra þingmanna, en einnig meðal heilla flokka og Alþingi í heild, og verða niðurstöðurnar settar í samhengi við fræðilegar kenningar á sviði félagsmálvísinda. Einnig verður fjallað um notkun og þróun harðmælis á Alþingi og hvernig slík þróun getur tengst sjálfsmyndarsköpun einstaklinga og/eða verið til marks um aðlögun (e. accommodation) að meirihlutaframburði.
Fyrirlesturinn byggir á niðurstöðum úr verkefninu Explaining Individual Lifespan Change (EILisCh) sem styrkt er af Evrópska Rannsóknaráðinu (ERC) og fer fram í Háskóla Íslands".
Fjölmennum á þennan fyrsta viðburð vetrarins. Léttar veitingar verða í boði að fyrirlestrinum loknum.
Advertisement
Where is it happening?
Arngrímsgata 5, 107 Reykjavíkurborg, Ísland, Arngrímsgata 5, 107 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays: