Jazz í Djúpinu // Ingibjörg Elsa
Schedule
Thu, 25 Sep, 2025 at 08:30 pm
UTC+00:00Location
Veitingahúsið Hornið | Reykjavík, RE
Advertisement
ÍSLENSKABassaleikarinn og tónskáldið Ingibjörg Turchi koma fram á Jazzi í Djúpinu ásamt hljómsveit sinni. Þau munu leika efni af plötum Ingibjargar, Meliae og Stropha, ásamt nýju í efni í bland við spuna. Tónlistin er innblásin úr ýmsum áttum, jazzi, tilraunatónlist, rokki og hvaðeina en Ingibjörg og félagar að skapa ávallt sinn einstaka hljóðheim.
Hljómsveitina skipa:
Ingibjörg Turchi: rafbassi og tónsmíðar
Tumi Árnason: tenórsaxófónn
Magnús Trygvason Eliassen: slagverk
Hróðmar Sigurðsson: gítar
Bassaleikarinn og tónskáldið Ingibjörg Elsa Turchi (1988) hefur verið afar sýnileg í íslensku tónlistarlífi sl.ár og hefur komið fram með mörgum af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar, svo sem Emilíönu Torrini, Bubba Morthens, Stuðmönnum og Teiti Magnússyni, bæði á tónleikum og upptökum. Meðal fleiri samstarfsaðila má nefna Röggu Gísla, Björgu Brjánsdóttur, Hróðmar Sigurðsson og Soffíu Björgu, svo fátt eitt sé nefnt. Hún hefur einnig samið verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og Stórsveit Reykjavíkur og tekið þátt í verki Ragnars Kjartanssonar, Kona í e-moll, í Listasafni Reykjavíkur. Hún hefur leikið á bassa í hljómsveitum í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu og verið í húsbandi Idol-stjörnuleitar á Stöð 2.
Ingibjörg gaf út stuttskífuna Wood/Work árið 2017 þar sem rafbassinn var í aðalhlutverki. Í júlí 2020 gaf Ingibjörg svo út sína fyrstu plötu í fullri lengd, Meliae. Hlaut platan titilinn Plata ársins í Djassflokki á Íslensku tónlistarverðlaununum 2021 og tilnefningu til Hyundai Nordic Music Prize sama ár. Árið 2023 kom út hennar seinni plata í fullri lengd, Stropha. Hún fékk 4 stjörnur hjá Heimildinni, var á flestum árslistum 2023 og fékk tilnefningu á Íslensku tónlistarverðlaununum í flokknum Upptökustjórn ársins.
- -
Tónleikaröðin Jazz í Djúpinu fer fram á fimmtudagskvöldum kl. 20:30 haustið 2025. Djúpið er kjallarinn á veitingastaðnum Hornið (Hafnarstræti 15, 101 Reykjavík). Inngangur í Djúpið er að aftan, til móts við Bæjarins beztu. Inngangurinn í kjallarann opnar kl. 20:00. Miðaverð er 3.000 ISK, miðar eru seldir við innganginn og í forsölu. Tónleikaröðin eru skipulögð af Jazzdeild FÍH og er styrkt af Menningarsjóði FÍH og Reykjavíkurborg. Athugið að ekki er hjólastólaaðgengi á staðnum.
ENGLISH
Bassist and composer Ingibjörg Turchi will perform at Jazz in Djúpið together with her band. They will play material from Ingibjörg’s albums Meliae and Stropha, along with new material mixed with improvisation. The music is inspired by various sources—jazz, experimental music, rock, and beyond—but Ingibjörg and her companions always create their own unique sound world.
The band consists of:
Ingibjörg Turchi: electric bass and compositions
Tumi Árnason: tenor saxophone
Magnús Trygvason Eliassen: percussion
Hróðmar Sigurðsson: guitar
Bassist and composer Ingibjörg Elsa Turchi (b. 1988) has been highly visible in Icelandic music in recent years and has performed with many of the nation’s most beloved artists, such as Emilíana Torrini, Bubbi Morthens, Stuðmenn, and Teitur Magnússon, both live and in recordings. Among other collaborators are Ragga Gísla, Björg Brjánsdóttir, Hróðmar Sigurðsson, and Soffía Björg, to name a few. She has also composed works for the Iceland Symphony Orchestra and the Reykjavík Big Band, and participated in Ragnar Kjartansson’s piece Woman in E Minor at the Reykjavík Art Museum. She has played bass in productions at the National Theatre of Iceland and the Reykjavík City Theatre, and was a member of the house band for Idol on Stöð 2.
Ingibjörg released the EP Wood/Work in 2017, featuring the electric bass as the main instrument. In July 2020, she released her first full-length album, Meliae, which won the title Jazz Album of the Year at the 2021 Icelandic Music Awards and was also nominated for the Hyundai Nordic Music Prize that same year. In 2023, her second full-length album, Stropha, was released. It received 4 stars from Heimildin, appeared on most year-end lists for 2023, and was nominated for the Icelandic Music Awards in the category Producer of the Year.
- -
The Jazz í Djúpinu concert series takes place on Thursday nights at 8:30 PM during the autumn of 2025. Djúpið is the basement of the restaurant Hornið (Hafnarstræti 15, 101 Reykjavík). The entrance to Djúpið is at the back, facing Bæjarins beztu. The entrance to the basement opens at 8:00 PM. Ticket price is 3.000 ISK, tickets are sold at the entrance and in advance. The concert series is organised by the Jazz Department of FÍH. Please note that there is no wheelchair access at the venue.
Advertisement
Where is it happening?
Veitingahúsið Hornið, Hafnarstræti 15, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays: