Álfastund
Schedule
Sat Oct 04 2025 at 10:15 am to 03:30 pm
UTC+00:00Location
Hjálmaklettur Menningarhús | Reykjavík, RE
Flutt verða stutt erindi frá ólíkum sjónarhornum sjáenda, fræðafólks, listafólks og almennings og samtal tekið við þátttakendur um þennan óáþreifanlega hluta menningararfsins. Hér gefst þátttakendum einstakt tækifæri í heimabyggð til þess að hafa áhrif á og sameinast um að varðveita og halda þessum menningararfi lifandi fyrir komandi kynslóðir.
Dagskrá:
09:45 Húsið opnar
10:15 Álfastund sett
10:20-12:15 Fyrirlestrar
12:15-13:00 Hádegishlé - súpuhlaðborð og brauð, kaffi og spjall
13:00-14:15 Fyrirlestrar
14:15-14:30 Kaffi og kruðerí
14:30-15:30 Umræður/Vinnustofur
15:30 Álfastund slitið
Erindi og fyrirlesarar verða:
▪︎ Undrun, töfrar og auðlindir
Bryndís Fjóla Pétursdóttir, völva og stofnandi Huldustígs ehf.
▪︎ Angan Álfheima
Hraundís Guðmundsdóttir, skógfræðingur, ilmolíufræðingur og eimari
▪︎ Lífssýn Erlu Stefánsdóttur
Bergþóra Andrésdóttir, bóndi, jógakennari og náttúruunnandi
▪︎ Eykur þekking á hulduheimum virðingu fyrir náttúru landsins?
Gígja Árnadóttir, heldri borgari
▪︎ Tilurð verksins Hulið
Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, ung Borgfirsk sviðslistakona
▪︎ Álfasögur Ólafs í Purkey og eldri heimildir um huldufólk
Jón Jónsson, þjóðfræðingur á Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum – Þjóðfræðistofu
▪︎ Hidden people and hidden things: nature is more than we can see - ath. fyrirlesturinn fer fram á ensku!
Ole Martin Sandberg, heimspekingur við Háskóla Íslands
Í lokin verða umræður/vinnustofur.
Þverfagleg stefnumótun, framtíðarsýn og ályktun skrifuð.
Umsjón Bryndís Fjóla Pétursdóttir
Miðaverð: 7.400 kr.
Innifalið er súpuhlaðborð og brauð, ásamt kaffi og kruðeríi. Miðasala fer fram á www.tix.is
Viðburðurinn er styrktur af Uppbyggingarsjóði Vesturlands
Where is it happening?
Hjálmaklettur Menningarhús, Borgarnes, Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays: