Vetrarnámskeið í skapandi tónlistarstjórnun

Schedule

Sat, 11 Jan, 2025 at 10:00 am to Sun, 12 Jan, 2025 at 04:00 pm

UTC+00:00

Location

Nýi tónlistarskólinn | Reykjavík, RE

Advertisement
Dýnamískt, leikandi og praktístkt námskeið, þar sem farið verður ofaní kjölinn á skemmtilegum og einföldum ferlum sem gera lærðum sem leiknum kleift að semja saman nýja tónlist. Námskeiðið hentar öllum þeim sem kenna, iðka eða nýta tónlist í starfi sínu og hafa áhuga á að efla hinn skapandi þátt.
Vegna fjölda eftirspurna verður í annað skiptið haldið vetrarnámskeið í Skapandi tónlistarstjórnun í janúar 2025. Tímanum verður skipt á milli praktískra ferla og umræðna, þar sem hópurinn mun kryfja viðfangsefnin, spyrja spurninga og ræða hvernig hægt væri að þróa efnivið áfram og aðlaga að þeirra eigin starfsumhverfi.
Hópurinn mun á stundum vinna saman sem ein heild eða skiptast niður í smærri einingar, fyrir stutt verkefni sem kynnt verða jafnóðum.
Dæmi um viðfangsefni:
• Upphitunaræfingar
• Rhythmaæfingar
• Söngspuni
• Hópeflisæfingar
• Tónsmíðaferli útfrá gefnum upphafspuntkum
Námskeiðsgjald 43.000kr.-
Skráning fer fram á [email protected]
Ath: Hægt er að sækja um styrki frá endurmenntunarsjóðum stéttarfélaganna.
Um leiðbeinandann:
Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths útskrifaðist úr blásarakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavik vorið 1997. Þaðan lá leið hennar til London þar sem hún stundaði nám við Guildhall School of Music and Drama. Hún útskrifaðist árið 2000 og hefur stýrt farsælum ferli sem stjórnandi skapandi tónlistarnámskeiða við allar mögulegar samfélagslegar aðstæður og kennt vinnuaðferðir tengdar sínu fagi starfandi hljóðfæraleikurum, stjórnendum og kennurum í Englandi, Íslandi, víða um Evrópu, í Bandaríkjunum og Asíu.
Á sjálfstæðum ferli sínum hefur Sigrún stýrt skapandi tónsmíðaverkefnum fyrir sinfóníuhljómsveitir á borð við Royal Philharmonic Orchestra, London Symphony Orchestra, Britten Symphonia, London Sinfonietta, London Philharmonic Orchestra, listastofnanir svo sem The Barbican Centre, Bath International Music Festival, The Southbank Centre, English National Ballet, Casa da Musica (Porto), European Music Council, Listahátíð í Reykjavik, BBC, ITV. Sigrún hefur stýrt verkefnum við háskólana Tokyo Collage of Music og Kobe Collage í Japan, Yong Siew Toh Conservatory of Music í Singapore og University of Southern California í Bandaríkjunum.
Þrátt fyrir að hafa búið í London í yfir 20 ár, hefur Sigrún ávallt haldið tryggð við sitt heimaland. Hún hefur haldið námskeið fyrir kennara og stjórnendur ár hvert síðan 2006, auk þess að vera stofnandi og gestakennari við deild Skapandi tónlistarmiðlunar við Listaháskóla Íslands síðan 2002.
Sigún kefur kennt við Guildhall School of Music and Drama síðan 1999 og stýrði þar mastersdeild í Skapandi tónlistarmiðlun sem bar nafnið Masters in Leadership frá árunum 2008-2019. Í dag kennir hún og stjórnar valgreinum og öðrum skapandi verkefnum við Guildhall, innan tónlistardeildarinnar. Sigrún er einn stofnenda og frumkvöðla Guildhall Connect, sem er hið margrómaða samfélagsverkefni Guildhall, en verkefnið vann The Queen ́s Anniversary Award árið 2005.
Sigrún er stofnandi og listrænn stjórnandi fyrirtækisins MetamorPhonics, sem rekur tónlistarverkefni með heimilislausu og öðru fólki í endurhæfingu sem glímir við margþættan samfélagslegan- og heilsufarslegan vanda í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Íslandi.
Hún er stjórnandi hljómsveitarinnar The Messengers, sem samanstendur af nemendum úr Guildhall og fólki sem sækir aðstoð til hjálparstofnana heimilislausra í London. Hljómveitin hefur brotið blað í sögu samfélagstengdra tónlistarverkefna með því að koma fram á þekktum tónleikastöðum og tónlistarhátíðum, tekið upp fyrir alþjóðlegt útgáfufyrirtæki David Byrne, Luaka Bop og nú gefið út sína fyrstu hljómplötu, Bear Witness.
Í febrúar 2021 stofnaði Sigrún nýja hljómsveitina Korda Samfónía á Íslandi í samstarfi við Listaháskóla Íslands, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Tónlistarborgina Reykjavík, Hugarafl og starfsendurhæfingastöðvar á Suðurnesjum, Akranesi og Hafnarfirði. Debut tónleikar Kordu Samfóníu voru tilnefndir til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir viðburður ársins og var fyrsta plata hljómsveitarinnar, tónleikaupptakan af debut tónleikunum, gefin út á Spotify í maí 2022.
Í maí 2022 var sýndur sjónvarpsþáttur um hljómsveitina Ég sé þig, sem leikstýrt var af Önnu Hildi Hildibrandsóttur. Þátturinn var sýndur á RUV og gaf innsýn inní aðferðafræði og hugsjón Sigrúnar í sínu starfi auk þess sem þrír þátttakendur í hljómsveitinni sögðu sögu sína.
MetamorPhonics vann fyrstu verðlaun frá Creative Entrepreneurs prógrammi Guildhall skólans 2019.
Sigrún trúir staðfastlega á mikilvægi þess að allir hafi tækifæri til tónlistariðkunnar og aðgengi að listum. Hún veit að samstarf í listrænu samhengi er það afl sem auðgar líf einstaklingsins, gerir samfélögum kleift að koma saman og stuðlar að umburðarlyndi, jákvæðni og samkennd.
Advertisement

Where is it happening?

Nýi tónlistarskólinn, Grensásvegur 3-5 (3. hæð),Reykjavík, Iceland

Event Location & Nearby Stays:

Sigrun S\u00e6varsdottir-Griffiths, Music Leader

Host or Publisher Sigrun Sævarsdottir-Griffiths, Music Leader

It's more fun with friends. Share with friends

Discover More Events in Reykjavík

Group Healing - Krystic Energy System \u2600\ufe0f Lei\u00f0in Heim
Fri, 10 Jan, 2025 at 07:00 pm Group Healing - Krystic Energy System ☀️ Leiðin Heim

Leiðin heim - Holistic healing center

WORKSHOPS HEALTH-WELLNESS
A Night Out in Reykjavik | Dinner with Strangers
Fri, 10 Jan, 2025 at 07:00 pm A Night Out in Reykjavik | Dinner with Strangers

Reykjavík

ENTERTAINMENT SPORTS
Bergur Ebbi - Hagsmunir
Fri, 10 Jan, 2025 at 08:30 pm Bergur Ebbi - Hagsmunir

Tjarnarbíó (Reykjavík, Iceland)

Before Sunset - F\u00f6studagspart\u00eds\u00fdning!
Fri, 10 Jan, 2025 at 09:00 pm Before Sunset - Föstudagspartísýning!

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

PARTIES ENTERTAINMENT
Hversu l\u00edti\u00f0 er n\u00f3g? Performat\u00edft stefnum\u00f3t vi\u00f0 listrannsakanda
Sat, 11 Jan, 2025 at 03:00 pm Hversu lítið er nóg? Performatíft stefnumót við listrannsakanda

Norræna húsið The Nordic House

Fast Track to Zouk for Beginners
Sat, 11 Jan, 2025 at 06:00 pm Fast Track to Zouk for Beginners

Bildshofði 10, Reykjavík, Iceland

ENTERTAINMENT WORKSHOPS
Vesenisball \u00e1 \u00ferett\u00e1ndanum
Sat, 11 Jan, 2025 at 06:30 pm Vesenisball á þrettándanum

Háteigskirkja

S\u00edgildir sunnudagar: g\u00edmaldin
Sun, 12 Jan, 2025 at 04:00 pm Sígildir sunnudagar: gímaldin

Harpa Concert Hall

REGGAE
Zouk Connection
Tue, 07 Jan, 2025 at 07:00 pm Zouk Connection

Bildshofði 10, Reykjavík, Iceland

WORKSHOPS PARTIES
Bhagavad Gita chanting in sanskrit; Ignite your intention through chanting
Tue, 07 Jan, 2025 at 08:00 pm Bhagavad Gita chanting in sanskrit; Ignite your intention through chanting

Yogavin

HEALTH-WELLNESS MEDITATION
\u00d3keypis prufut\u00edmi \u00ed s\u00f3l\u00f3salsa -Free drop in class in SoloSalsa for beginners
Wed, 08 Jan, 2025 at 06:15 pm Ókeypis prufutími í sólósalsa -Free drop in class in SoloSalsa for beginners

Dansverkstæðið

WORKSHOPS DANCE
Zouk Lab - Transitions and Combinations
Thu, 09 Jan, 2025 at 06:00 pm Zouk Lab - Transitions and Combinations

Bildshofði 10, Reykjavík, Iceland

WORKSHOPS PARTIES
V\u00ednart\u00f3nleikar Sinf\u00f3n\u00edunnar
Thu, 09 Jan, 2025 at 07:30 pm Vínartónleikar Sinfóníunnar

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2

ENTERTAINMENT MUSIC
n\u00fdj\u00e1rs SALSA SOCIAL @Mama Reykjav\u00edk
Thu, 09 Jan, 2025 at 08:00 pm nýjárs SALSA SOCIAL @Mama Reykjavík

Mama Reykjavík

DANCE ENTERTAINMENT
XJAZZ Reykjav\u00edk 2025 - I\u00f0n\u00f3 10 & 11 Jan\u00faar
Fri, 10 Jan, 2025 at 07:00 pm XJAZZ Reykjavík 2025 - Iðnó 10 & 11 Janúar

IÐNÓ

MUSIC ENTERTAINMENT
A Night Out in Reykjavik | Dinner with Strangers
Fri, 10 Jan, 2025 at 07:00 pm A Night Out in Reykjavik | Dinner with Strangers

Reykjavík

ENTERTAINMENT SPORTS
Before Sunset - F\u00f6studagspart\u00eds\u00fdning!
Fri, 10 Jan, 2025 at 09:00 pm Before Sunset - Föstudagspartísýning!

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

PARTIES ENTERTAINMENT
Vetrarn\u00e1mskei\u00f0 \u00ed skapandi t\u00f3nlistarstj\u00f3rnun
Sat, 11 Jan, 2025 at 10:00 am Vetrarnámskeið í skapandi tónlistarstjórnun

Nýi tónlistarskólinn

ENTERTAINMENT MUSIC
Fast Track to Zouk for Beginners
Sat, 11 Jan, 2025 at 06:00 pm Fast Track to Zouk for Beginners

Bildshofði 10, Reykjavík, Iceland

ENTERTAINMENT WORKSHOPS
The Ritual - Conscious Movement, Breath, Community, Connection
Wed, 15 Jan, 2025 at 05:00 pm The Ritual - Conscious Movement, Breath, Community, Connection

Mama Reykjavík

WORKSHOPS ART

What's Happening Next in Reykjavík?

Discover Reykjavík Events