Vesenisball á þrettándanum
Schedule
Sat Jan 11 2025 at 06:30 pm to 11:59 pm
UTC+00:00Location
Háteigskirkja | Reykjavík, RE
Advertisement
Vesenisball verður haldið laugardagskvöldið 11. janúar í safnaðarheimili Háteigskirkju! Takið kvöldið frá og bjóðið áhugasömum í kringum ykkur.
Fyrst verður matur og svo verður rækilega tekið á því á dansgólfinu!
Hægt verður að mæta bara á ballið eða koma í matinn á undan.
Við verðum með hlaðborð og hægt verður að koma með mat á hlaðborðið. Þau sem gera það fá frítt inn.
Þau sem borga eru með tvenns konar verð - matur + ball eða bara ball. Miðasala hefst fljótlega eftir jólin.
DRÖG AÐ DAGSKRÁ
Kl. 17:00 Hús opnar fyrir skreytingarnefnd
Kl. 18:00 Hús opnar fyrir þau sem koma með matföng
Kl. 18:45 Mæting fyrir matargesti og stefnt á að borðhald hefjist kl. 19:15.
Létt gamanmál undir borðhaldi og upprifjun á eftirminnilegum göngum og ferðum
Kl. 21:00 Opnað fyrir ballgesti
Kl. 21:15 Singalong
Kl. 22:00 Eldfjörug dans- og diskótónlist fram á nótt
Óskað er eftir fólki í aðstoð við skipulagningu.
Vantar einhvern sem hefur yfirumsjón með matnum og heldur saman upplýsingum um hver kemur með hvað.
Svo er það skreytingarnefnd og skemmtinefnd.
Advertisement
Where is it happening?
Háteigskirkja, Háteigsvegur 29, 105 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays: