Blikastaðaland 1. áfangi - Kynningarfundur

Schedule

Mon Jan 13 2025 at 04:30 pm to 06:00 pm

UTC+00:00

Location

Hlégarður | Reykjavík, RE

Advertisement
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 04.12.2024, í kjölfar umfjöllunar skipulagsnefndar þann 29.11.2024, að kynna og auglýsa deiliskipulagstillögu 1. áfanga Blikastaðalands á vinnslustigi, ásamt drögum að umhverfismati, í samræmi við 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagstillaga á vinnslustigi er ekki fullmótað deiliskipulag heldur er tillögunni ætlað að kynna helstu hugmyndir, forsendur og umhverfismat fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum. Í kjölfarið verður unnið með innsendar ábendingar og endanleg skipulagstillaga auglýst síðar til umsagnar.
Meginmarkmið skipulagsins er að leggja grunn að öflugu og eftirsóknarverðu hverfi sem styrkir nærumhverfið og bætir lífsgæði þeirra sem sækja svæðið, þar starfa eða búa. Rísa á blönduð þétt byggð sem styður við samfélagsheild, með áherslu á samspil náttúru og byggðar, virkt umhverfi, gæði almenningsrýma, stíga, dvalar- og íverusvæða. Nýtt hverfi skal hýsa lifandi starfsemi og fjölbreyttar íbúðir á samgöngu- og þróunarás með gott aðgengi að ólíkum ferðamátum. Áhersla er á vistvænar samgöngur, stíga og góðar tengingar. Blikastaðabær mun öðlast nýtt hlutverk sem lifandi miðsvæði, verslun- og þjónusta.
Vinnslutillaga sýnir meðal annars útfærslur grænna svæða, Skálatúnslækjar, samgangna, kennisnið gatna, húsagerðir og hverfaskiptingu auk skuggavarps og vindþæginda miðsvæðis við Blikastaðabæ og borgarlínustöð. Gögnin sýna skiptingu íbúða milli fjöl- og sérbýla; rað-, par- og einbýlishúsa. Alls sýnir tillagan um 1.270 íbúðir, hátt í 7.800 fermetra af verslun- og þjónustu, einn leikskóla ásamt sambyggðum leik- og grunnskóla.
Meðfylgjandi er umhverfismatsskýrsla í vinnslu til forkynningar, þar sem lagt er mat á samfélag, samgöngur, heilsu og öryggi, aðlindir, landslag og ásýnd, náttúrufar, minjar og loftslag. Einnig er hjálagt minnisblað og drög að samantekt samgöngu- og umferðarmála í vinnslu. Samhliða skipulagsferlinu og fullmótun tillögu á deiliskipulagi munu gögn taka breytingum í samræmi við þróun og fullmótun skipulagstillögu. Stefnt er að því að skipulagsáætlunin hljóti vistvottun BREEAM Communities.
Gögn eru unnin af Nordic arkitektum, SLA landslagsarkitektum og Eflu þekkingarfyrirtæki í samstarfi við Mosfellsbæ.
Athugasemdir, ábendingar og umsagnir skulu berast skriflega í Skipulagsgáttina:
https://skipulagsgatt.is/issues/2023/1010
Umsagnafrestur er til og með 10. febrúar 2025.
Advertisement

Where is it happening?

Hlégarður, Háholt 2, 270 Mosfellsbær, Ísland,Mosfellsbær, Reykjavík, Iceland

Event Location & Nearby Stays:

Mosfellsb\u00e6r

Host or Publisher Mosfellsbær

It's more fun with friends. Share with friends

Discover More Events in Reykjavík

Huglei\u00f0sla alla sunnudag me\u00f0 Tristan \u2013 Healing Meditation
Sun, 12 Jan, 2025 at 08:00 pm Hugleiðsla alla sunnudag með Tristan – Healing Meditation

Skipholt 50c, 105 Reykjavík, Iceland

HEALTH-WELLNESS MEDITATION
KAP og T\u00f3nheilun.                             12.Jan\u00faar
Sun, 12 Jan, 2025 at 08:00 pm KAP og Tónheilun. 12.Janúar

Yoga Shala Reykjavík

Point Blank - Svartir Sunnudagar
Sun, 12 Jan, 2025 at 09:00 pm Point Blank - Svartir Sunnudagar

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

B\u00f3kakl\u00fabbur ungmenna \u00ed B\u00f3kasafni Mosfellsb\u00e6jar
Mon, 13 Jan, 2025 at 05:00 pm Bókaklúbbur ungmenna í Bókasafni Mosfellsbæjar

Þverholt 2, 270 Mosfellsbær, Iceland

Klass\u00edskir M\u00e1nudagar \u00ed Samb\u00ed\u00f3unum Kringlunni
Mon, 13 Jan, 2025 at 07:00 pm Klassískir Mánudagar í Sambíóunum Kringlunni

Sambíóin Kringlunni

B\u00e6na- og huglei\u00f0sluh\u00f3pur S\u00e1larranns\u00f3knarf\u00e9lag \u00cdslands
Mon, 13 Jan, 2025 at 08:00 pm Bæna- og hugleiðsluhópur Sálarrannsóknarfélag Íslands

Skipholt 50d, 105 Reykjavík, Iceland

N\u00fd\u00e1rsm\u00e1lstofa fer\u00f0a\u00fej\u00f3nustunnar
Tue, 14 Jan, 2025 at 08:30 am Nýársmálstofa ferðaþjónustunnar

Borgartún 27, 105 Reykjavík, Iceland

Doktorsv\u00f6rn \u00ed Menntav\u00edsindum: Gu\u00f0laug Erlendsd\u00f3ttir
Tue, 14 Jan, 2025 at 01:00 pm Doktorsvörn í Menntavísindum: Guðlaug Erlendsdóttir

Háskóli Íslands

NONPROFIT FESTIVALS
Verkst\u00e6\u00f0i\u00f0: myndlistarn\u00e1mskei\u00f0 \u00e1 vor\u00f6nn \u00ed Listasafni \u00cdslands
Tue, 14 Jan, 2025 at 03:00 pm Verkstæðið: myndlistarnámskeið á vorönn í Listasafni Íslands

Fríkirkjuvegur 7, 101 Reykjavík, Iceland

WORKSHOPS ART

What's Happening Next in Reykjavík?

Discover Reykjavík Events