Tölum saman um velsældarhagkerfið: Stofnfundur WEAll Hub á Íslandi
Schedule
Thu Jan 29 2026 at 03:00 pm to 04:30 pm
UTC+00:00Location
Norræna húsið The Nordic House | Reykjavík, RE
Advertisement
Hagkerfið sem við búum við í dag er hannað til að setja endalausan hagvöxt ofar velsæld fólks og heilbrigði jarðarinnar. Með því að mæla árangur fyrst og fremst út frá vergri landsframleiðslu (GDP) horfir kerfið fram hjá því hvort fólk geti mætt grunnþörfum sínum eða lifað innan vistfræðilegra marka. Mörgum er því orðið ljóst að núverandi hagkerfi er ekki í stakk búið til þess að leysa helstu áskoranir nútímans – þvert á móti hefur það stuðlað að vaxandi ójöfnuði, hnignun umhverfisins og líffjölbreytni, auknum loftslagsbreytingum og sívaxandi gjá milli efnahagslegra ákvarðanna og almannahagsmuna.
En hvað er til ráða? Við sem samfélög og einstaklingar virðumst eiga erfitt með að ímynda okkur aðra leið. En þó er staðreyndin sú að hagkerfið er uppfinning manna en ekki byggt á náttúrulögmálum – og það er hægt að hanna það á annan hátt!
Við bjóðum á þennan fund til þess að kynna hugmyndafræðina á bakvið velsældarhagkerfið (Wellbeing Economy) – hagkerfi sem þjónar fólki og Jörðinni, en ekki öfugt. Velsældarhagkerfið skilgreinir árangur út frá velsældarvísum á sviði samfélags, efnahags og umhverfis í stað landsframleiðslu, og setur þannig velsæld, heilsu og öryggi bæði fólks og Jarðarinnar í forgrunn.
Wellbeing Economy Alliance (WEAII) eru alþjóðleg samtök sem vinna að því að innleiða velsældarhagkerfið, en Ísland og Finnland eru meðal þeirra þjóða sem undanfarin ár hafa starfað innan WEGo (Wellbeing Economy Governments) – samtaka ríkisstjórna um velsældarhagkerfi. Til stendur að stofna WEAII Hub hér á Íslandi og hvetjum við alla áhugasama til þess að kynna sér málið, taka þátt í kynningarfundinum og jafnvel í uppbyggingu WEAII Hub á Íslandi í framhaldinu.
Nánar um WEAII: https://weall.org/what-is-wellbeing-economy
DAGSKRÁ
Stutt erindi:
Kristín Vala Ragnarsdóttir – Hvað er velsældarhagkerfið?
Ásgeir Brynjar Torfason – Velsældarhagkerfi: Grunnstoðir
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir – Velsældarhagkerfi og heilsa
Brynhildur Davíðsdóttir – Velsældarhagkerfi fyrir fólk og Jörð
Almennar umræður um stofnun velsældarmiðstöðvar á Íslandi og hvernig hún gæti starfað.
Gestir eru vinsamlegast beðnir um að skrá þátttöku hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSe4kxVW70GpusQSadpRs5GsCm94JKLLWr1qH5euK60yHO5wCQ/viewform?usp=sharing&ouid=102565536299568404080
Advertisement
Where is it happening?
Norræna húsið The Nordic House, Bókmenntahátíð í Reykjavík / the Reykjavik International Literary Festival, 102 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays:
Know what’s Happening Next — before everyone else does.



















