Sýningaropnun: Útverðir - Elín Elísabet Einarsdóttir
Schedule
Sat, 08 Nov, 2025 at 03:00 pm
UTC+00:00Location
Bjarnarbraut 4-6, 310 Borgarnes, Iceland | Reykjavík, RE
Sýningin er styrkt af Myndstefi og stendur til 6. desember.
Elín Elísabet Einarsdóttir's solo exhibition, Outposts, opens in the Borgarnes Museum on November 8th at 3-5 PM. At the opening Elín also publishes a poetry book of the same name in an edition of 100 riso printed and hand sewed copies.
The exhibition is partially funded by Myndstef and will be open until December 6th.
---
“Til hvers er verið að gera mynd sem á að vera eins og náttúran, þegar allir vita að slíkt er hið eina sem mynd getur ekki verið og á ekki að vera og má ekki vera.”
– Halldór Laxness, Atómstöðin
Elín Elísabet er portrettmálari – ekki síst þegar hún teiknar landslag, ekki síst þegar hún málar landslag, og þegar hún málar einn stað, málar hún í raun tvo staði, tvær manneskjur, og sögu beggja.
Eins og mörg okkar sinnir Elín Elísabet því ómögulega hlutverki að skjalfesta sögu fjölskyldunnar, eða a.m.k. gefa henni gaum, að axla þær sögur sem erfast milli kynslóða. Þetta er abstrakt ábyrgð - það er engin ákveðin byrjun og endirinn fjarlægist sífellt. Henni er ekki úthlutað, heldur verður hún til þegar horfst er í augu við fortíðina. Sumir geta hundsað þessa þörf, aðrir ekki - í öllu falli er hún eilífðarverkefni.
Elín varði sumrinu á tveimur afskekktum sveitabæjum og gerði tilraun til að varðveita hugsun, til að muna eitthvað sem hún vissi ekki endilega fyrir, arf úr sögum, frá ættingjum, úr minningum einstaklinga eða heilla ætta. Hún málar utandyra; í Kollsvík, útvík á Vestfjörðum þar sem afi hennar fæddist, og á Syðra-Lóni á Langanesi, þaðan sem amma hennar var. Hún klöngrast um landslagið í leit samhljómi, velur hvað skal skrásetja, hvað skal muna, hvað skal einblína á, þar til veðrið versnaði. Hún er náin landslaginu - ekki beint hluti af náttúrunni, en þegar maður dvelur svona lengi á einum stað byrja fuglarnir að hundsa mann, tófa gæti gleymt sér. Pastellitir klóra yfir grófgrunnaðar plötur, það skröltir í einhverju í nestisboxinu og hljóðin renna saman við handahófskenndan hljóðheim umhverfisins.
Málverkin sýnir Elín svo í Borgarnesi, þar sem afi hennar og amma, Páll Guðbjartsson og Herdís Guðmundsdóttir, kynntust og vörðu lífinu saman. Innan um liti og áferðir leynast ljóðbrot, skorin úr hvítum pappír; tillögur að titlum, tillögur að hugsunum sem líða hjá á meðan hún rifjar smám saman upp. Nærmyndir af landslagi, eins og portrett eða fjölskyldumyndir, landslag þar sem engan sjóndeildarhring er að finna, bara mosa og fléttur, steina og gras, plöntur sem hún lærði um í bíltúrum með afa sínum, og hið ómálaða, það sem er málað með því að mála það ekki.
Hvernig er svosem hægt að muna allt?
Sýningartexti eftir Joe Keys, þýð. Elín Elísabet
Outposts
Exhibition text by Joe Keys
“What is the point of making a picture which is meant to be like Nature, when everyone knows that this is the one thing that a picture cannot be and should not be and must not be?”
Halldór Laxness, The Atom Station
Elín Elísabet is a portrait painter – especially when she draws the landscape, especially when she paints the landscape, and when she paints one place, she is really painting two places, and two people, and their two histories.
Like many of us who find ourselves in the process of dealing with, documenting, or paying attention to a family history, she bears the weight of stories passed down. It is an abstract responsibility. There is no true beginning and the end is continually pushed further away. It is not something bestowed, it is a decision made when confronted with the past. Some can ignore this urge, while others take it on, though the task has no conclusion, and how could it?
This last summer, Elín Elísabet split her time between two remote farms, in an attempt to preserve thought – to recall things she inherited through stories, from relatives, from a singular and collective memory. She has been painting outside, in Kollsvík in the West Fjords, where her grandfather was born, and Syðra-Lón in the East, where her grandmother was born. Clambering around the landscape, looking for something that resonates; making a choice of what to document, what to remember, what to focus on – until the weather changes for the worse. She has an intimacy with these landscapes. It’s not as if she is one with nature, but spending such a long time in one place, the birds begin to ignore you, a fox might forget itself. Pastels scratching over roughly primed, wooden boards, the rustling contents of a lunchbox, they fall into place in the subtle cacophony that is outside.
In Borgarnes, where Elín Elísabet’s grandparents met and spent their lives together, she presents her paintings. Landscapes – close-up landscapes, like portraits or family photos, the type of landscape where you do not see the horizon, just the moss and the lichen. Stone and grass, and plants she remembered the names of from outings with her grandfather. Recesses and parts unpainted, not painting as painting. Within these textures are fragments of poem, cut from white printer paper, suggestions of titles, suggestions of thoughts that have passed as she is slowly recalling.
How could one remember everything?
Where is it happening?
Bjarnarbraut 4-6, 310 Borgarnes, Iceland, Bjarnarbraut 4, 310 Borgarbyggð, Ísland, Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays:







