Segulstormur - Tríó Sól & Halldór Eldjárn
Schedule
Wed, 08 Oct, 2025 at 08:00 pm
UTC+00:00Location
Flugbjörgunarsveitin Reykjavík | Reykjavík, RE
Advertisement
Annað kvöld tónlistarhátíðarinnar State of the Art fer fram í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík þar sem Tríó Sól stígur á stokk ásamt Halldóri Eldjárn.Tríó Sól hóf samstarf sitt í Kaupmannahöfn árið 2020 þar sem fiðluleikararnir Emma Garðarsdóttir og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir stunduðu tónlistarnám með víóluleikaranum Þórhildi Magnúsdóttur. Þær eru óhefðbundinn kammerhópur sem leggur áherslu á samtíma- og þjóðlagatónlist. Þar sem tónverkarófið fyrir þessa hljóðfærasamsetningu er heldur takmarkað hefur hópurinn orðið að vettvangi fyrir nýsmíðar. Gjarnan með tilraunakenndu samstarfi við tónskáld frá ýmsum löndum. Tríóið hefur einnig vakið athygli fyrir skapandi sviðsframkomu þar sem stapp, bogahreyfingar, söngur, tal og fleira hefur verið fléttað inn í hljóðfæraleikinn.
Á tónleikunum mun tríóið frumflytja verk eftir Halldór Eldjárn og Svetlana Veschagina og leika fleiri nýleg verk sem hafa verið samin sérstaklega fyrir tríóið. Halldór Eldjárn er tónskáld og listamaður sem vinnur á mörkum tónlistar og tækni. Hann hefur skapað verk þar sem hljóðheimar, vísindi og forritun fléttast saman, allt frá sinfónískum verkum yfir í gagnadrifna tónlist. Í verki hans á tónleikunum mun tónskáldið sjálft stíga á stokk með tríóinu og spila á hljóðgervil og fundin hljóð. Það byggir á eðlisfræðilegum eiginleikum sólarinnar í stjörnukerfi okkar. Norðurljósin eru bein afleiðing sólargosa þar sem segulmagnaðar eindir strjúkast við jónahvolfið á jörðinni okkar. Útkoman er sjónarspil sem á sér engan líka en hreyfingar norðurljósanna eru túlkaðar með bogahreyfingum strengjaleikaranna í gegnum grafíska nótnaskrift.
Tónleikarnir fara fram 8. október í Flugbjörgunarsvetinni í Reykjavík við Flugvallarveg og hefjast kl 20. Miðasala er á tix.is, miðaverð er 4.900 kr og húsið opnar hálftíma fyrir tónleika. Einnig er hægt að næla sér í hátíðarpassa State of the Art sem veitir aðgang að öllum viðburðum hátíðarinnar.
www.stateoftheartfestival.is
———
The second evening of the State of the Art music festival will take place at the Icelandic Air Rescue Team headquarters in Reykjavík (Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík), where Tríó Sól will perform alongside Halldór Eldjárn.
Tríó Sól began their collaboration in Copenhagen in 2020, where violinists Emma Garðarsdóttir and Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir were studying music along with violist Þórhildur Magnúsdóttir. They are an unconventional chamber group that focuses on folk and contemporary music. Since the repertoire for this particular instrumentation is rather limited, the group has become a platform for new compositions—often through experimental collaborations with composers from various countries. The trio has also attracted attention for its creative stage presence, incorporating elements like stomping, bow movements, singing, spoken word, and more into their performances.
At the concert, the trio will premiere works by Halldór Eldjárn and Svetlana Veschagina, along with other recent pieces composed specifically for them. Halldór Eldjárn is a composer and artist who works at the intersection of music and technology. He has created works that blend soundscapes, science, and programming—from symphonic compositions to data-driven music. In his piece for this concert, the composer himself will join the trio on stage, performing on synthesizer and found sounds. The work is based on the physical properties of the sun in our solar system. The northern lights are a direct consequence of solar flares, where magnetized particles interact with Earth’s ionosphere. The result is a visual spectacle like no other, and the movements of the aurora are interpreted through the bowing motions of the string players, using graphic notation.
The concert will take place on October 8 at the Icelandic Air Rescue Team headquarters in Reykjavík, located on Flugvallarvegur, and begins at 8 PM. Tickets are available at www.tix.is, priced at 4,900 ISK, and doors open half an hour before the concert. A State of the Art festival pass is also available, granting access to all festival events.
www.stateoftheartfestival.is
Advertisement
Where is it happening?
Flugbjörgunarsveitin Reykjavík, Flugvallarvegur, Flugvallarvegur, 102 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays: