Már Jónsson á Krossgötum: Róstur í Reykjavík árið 1790
Schedule
Mon, 10 Nov, 2025 at 01:00 pm
UTC+00:00Location
Neskirkja | Reykjavík, RE
Advertisement
Már Jónsson, prófessor: Þar var og í áflogum bitinn maður. Róstur í Reykjavík árið 1790Árið 1801 bjuggu 460 manns í hinum unga kaupstað Reykjavík, þar á meðal allstór hópur Dana. Um bæinn hafði Sveinn Pálsson viðhaft þau orð níu árum fyrr að þar væru aðgerðarlausir bæjarbúarnir ,,að því komnir að éta hverir aðra sakir skorts á öllum nauðsynjum.“ Þó vildi hann hvergi annars staðar vera og bestu vinir hans bjuggu þar nærri, enda hafði hann verið við nám í Nesi við Seltjörn í fjögur ár, frá hausti 1783 til hausts 1787.
Mikil gögn eru til um mannlíf á þessum árum á því sem nú nefnist höfuðborgarsvæðið, meðal annars óútgefin einkabréf sem Sveinn fékk send til Kaupmannahafnar á meðan hann var þar í námi, einkum frá árinu 1790.
Merkastur bréfritara var unglingspilturinn Guðmundur Árnason sem var í fóstri í Nesi og lagði sig fram um að bera allt mögulegt slúður í Svein, sem greinilega hafði áhuga á slíku. Í erindinu verður greint frá helstu viðburðum, með sérstakri áherslu á slagsmál og annan ósóma.
Advertisement
Where is it happening?
Neskirkja, Hagatorg,Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays:
Know what’s Happening Next — before everyone else does.










