Foreldrasátt um samfélagsmiðla og skjánotkun barna og unglinga - Börnin okkar
Schedule
Wed Nov 05 2025 at 08:00 pm to 09:30 pm
UTC+00:00Location
Hlégarður | Reykjavík, RE
Advertisement
Samfélagsmiðlar og snjalltæki eru orðin stór hluti af lífi barna og unglinga – og okkar foreldranna líka. Þau hafa breytt því hvernig við eigum samskipti, hvernig við lærum og hvernig við tengjumst heiminum. En með nýrri tækni fylgja nýjar og framandi áskoranir sem foreldrum geta reynst erfiðar: óhóflegur skjátími, streita, samanburður og jafnvel einangrun. Hvernig getum við stutt börnin okkar, sett sanngjörn mörk og byggt upp samstöðu milli heimila og bekkja?Daðey Albertsdóttir, skólasálfræðingur hjá Mosfellsbæ og Skúli Bragi Geirdal, sviðsstjóri Netvís - Netöryggismiðstöðvar Íslands, verða með fræðslukvöld í Hlégarði miðvikudaginn 5. nóvember kl. 20:00 sem er opið öllum foreldrum og forsjáraðilum í Mosfellsbæ.
Þar fara þau yfir áhrif skjánotkunar á líðan og hegðun barna og unglinga, ábyrgð foreldra og hvernig við sem samfélag getum byggt upp samstöðu milli heimila og bekkja. Rætt verður um hvað foreldrar þurfa að hafa í huga í stafrænum heimi barna, hvernig hægt er að styðja við jákvæða notkun og hvernig við sem samfélag getum unnið að sameiginlegum markmiðum.
Farið verður yfir hugmyndina um bekkjarsáttmála – þar sem foreldrar setja saman reglur og sameiginlega sýn fyrir hópinn – og heimilissáttmála, sem hjálpar fjölskyldum að skapa jafnvægi á milli skjátíma, samveru og svefns.
Fræðslukvöldið er liður í verkefninu Börnin okkar og er markmið kvöldsins að styrkja foreldrasamstöðu, efla samskipti og skapa öruggara stafrænt umhverfi fyrir börnin okkar.
mos.is/borninokkar
#börninokkar
Advertisement
Where is it happening?
Hlégarður, Háholt 2, 270 Mosfellsbær, Ísland, Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays:
Know what’s Happening Next — before everyone else does.











