Fiskidagstónleikarnir 2025
Schedule
Sat, 22 Feb, 2025 at 09:00 pm
UTC+00:00Location
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre | Reykjavík, RE
Advertisement
FISKIDAGSTÓNLEIKARNIR 2025Fáir eða nokkrir tónleikar á Íslandi hafa hlotið jafn fádæma lof og Fiskidagstónleikarnir sem haldnir hafa verið á Dalvík í tilefni Fiskidagsins Mikla. Talið er að samanlagt hafi um 200 þúsund manns séð tónleikana árin 2013-2023. Fjölmargir listamenn hafa komið fram á tónleikunum og búið til dýrmætar minningar fyrir tónleikagesti á Dalvík. Nú hefur verið ákveðið að koma saman í Eldborg 22. febrúar 2025 og blása til Fiskidagstónleika með hljómsveit Rigg viðburða undir stjórn Ingvars Alfreðssonar ásamt frábærum gestum.
Dalvíkingurinn Friðrik Ómar hefur haft veg og vanda að tónleikunum og verður þar engin breyting á. Friðrik verður gestgjafi tónleikana en Eyþór Ingi og Matti Matt verða ekki langt undan auk fábærra gesta sem bæði hafa stigið áður á svið Fiskidagsins og aðrir sem munu gera það í fyrsta sinn. Við færum landslagið á Dalvík í Eldborg með hjálp tækninnar og getum sem fyrr lofað stórkostlegu veðri. Þetta verður tónlistarveisla og ekki síst frábær stund þar sem við minnumst þeirrar stórkostlegu hátíðar sem Fiskidagurinn Mikli á Dalvík var.
Miðasala er hafin svo tryggið ykkur miða hið fyrsta. Þeir fara hratt!
Miðar hér: https://tix.is/is/harpa/buyingflow/tickets/17951/
Athugið: Veitingastaðirnir í Hörpu, La Primavera og Hnoss verða með áherslu á sjávarfang og auðvitað fiskisúpu á matseðlinum þennan dag í tilefni tónleikanna.
Það er víst að tónleikarnir verða enn betri með smá fisk í maga!
Framleiðandi: Rigg viðburðir.
Advertisement
Where is it happening?
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre, Austurbakki 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays: