Draumahringur
Schedule
Mon Jan 20 2025 at 06:30 pm to 09:30 pm
UTC+00:00Location
Leiðin heim - Holistic healing center | Reykjavík, RE
Advertisement
Í draumahringnum komum við saman í heiðarleika, til að heiðra draumana okkar og orkurnar sem tala við okkur í draumum.Þessi hringur er opinn öllum, frá þeim sem hafa týnt tengingunni við draumaheimana til þeirra sem dreymir alla daga og nætur. Þeim sem vilja tengjast sjálfinu sínu, gægjast inn í framtíðina, fortíðina eða aðrar víddir og æfa sig í að fljúga útí geim eða anda neðansjávar, þetta stendur okkur öllum til boða, í draumum.
Frumbyggja samfélög með virkan draumakúltúr trúa því að sá sem ekki dreymir sé búinn að týna samtalinu við sjálfið sitt og sé því týndur. En íslendingar eiga einnig ríka draumahefð og eru óvenju tengdir draumunum sínum miðað við aðra vesturlandabúa.
Farið verður í að dýpka tenginguna okkar við draumana. Skoðað hvernig er best að halda draumadagbók, fengist við draumaráðningar, farið í draumaleiki og ferðalög inn í glöggdraumana “Lucid Dreaming” með hjálp sjamanískrar trommu.
Hrund Atladóttir er listarkona sem hefur fengist við myndlist og kvikmyndagerð árum saman. Hana hefur alltaf dreymt mikið og lifað á milli draums og veruleika frá barnæsku. Undanfarin tvö ár hefur hún sótt sér þekkingu hjá áströlskum draumafræðing að nafni Robert Moss, kafað dýpra inn í draumafræðin og lokið þremur stigum í námi hjá honum í að halda utan um draumahring.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 10 manns og verð er 4500
Teppi og púðar á staðnum en mælt með að þátttakendur mæti með skissubók/draumadagbók.
Sendið línu á [email protected] til að staðfesta skráningu.
Advertisement
Where is it happening?
Leiðin heim - Holistic healing center, Bolholt 4, 105 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays: