Börn og netöryggi - er barnið mitt öruggt?
Schedule
Tue, 03 Feb, 2026 at 06:30 pm
UTC+00:00Location
Knattspyrnufélagið Fram | Reykjavík, RE
Advertisement
Netið er stór hluti af lífi barna okkar – þar læra þau, tengjast öðrum og móta sjálfsmynd sína. En hvernig getum við sem foreldrar best stutt þau, sett mörk og tryggt öryggi þeirra í stafrænum heimi? Á Foreldrakvöldi Foreldraþorpsins fá foreldrar fræðslu, hagnýt verkfæri og tækifæri til samtals um netöryggi, ábyrgð og líðan barna á netinu.
Staður: Virkið, Víkingsheimilið, Safamýri 26
Dagskrá
Kynning á Farsæld barna, hvernig virkar hún fyrir barnið mitt?
Kristinn J. Reimarsson, framkvæmdarstjóri Norðurmiðstöðvar
Verkfærakista foreldra
Hagnýt fræðsla og verkfæri fyrir foreldra um netöryggi
Skúli Bragi Geirdal og Haukur Brynjarsson, sérfræðingar hjá Netvís
Netöfgasamfélög – hvað er það og hvað ber að varast?
Hvernig tryggi ég öryggi barnsins míns?
Símon Geir Geirsson, lögregluþjónn
Kristófer Nökkvi Sigurðsson, verkefnastjóri í Norðurmiðstöð
Hvernig líður mér sem ungmenni á netinu?
Ungmennaráð Kringlumýrar deilir reynslu sinni og sjónarhorni
Fundarstjóri: Hulda Þórisdóttir foreldri í Foreldraþorpinu.
Þannig að þema kvöldsins er:
Foreldrar í stafrænum heimi barna - Netöryggi, samtal og kennsla á forritin og leiki til þess að varast hætturnar fyrir alla foreldra.
Umræður verða í lokin á einnig í fyrirlestri þar sem samtal á milli fagaðila og foreldra á sér stað.
Við hvetjum alla foreldra til að mæta.
Með samtali, fræðslu og samvinnu getum við styrkt okkur í hlutverki okkar og skapað öruggara umhverfi fyrir börnin okkar – bæði á netinu og utan þess.
Advertisement
Where is it happening?
Knattspyrnufélagið Fram, Safamýri,Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays:
Know what’s Happening Next — before everyone else does.



















