Fræðsluröð ÖBÍ: Fjáröflun og markaðsmál almannaheillafélaga
Schedule
Wed Jan 21 2026 at 04:00 pm to 07:00 pm
UTC+00:00Location
Mannréttindahúsið | Reykjavík, RE
Advertisement
Fyrsta námskeið vorsins í Fræðsluröð ÖBÍ; Fjáröflun og markaðsmál almannaheillafélaga. Á námskeiðinu verður fjallað um helstu áskoranir og tækifæri í fjáröflun og markaðsmálum almannaheillafélaga. Rýnt verður í hugmyndir og leiðir til að auka sýnileika, rækta tengsl og sjálfbærni starfseminnar. Viðburðurinn hentar öllum sem koma að rekstri, markaðs- eða fjáröflunarstarfi almannaheillafélaga.
Takk er markaðsfyrirtæki sem vinnur með almannaheillafélögum að því að tengja fólk við góð málefni. Með fjölbreyttum markaðsleiðum og sérfræðiþekkingu í fjáröflun og samskiptum.
Nauðsynlegt er að skrá þátttöku: https://www.obi.is/skraning-fraedslurod-obi-fjaroflun-og-markadsmal-almannaheillafelaga/
Mikilvægt að tilgreina ef þörf er á tákmáls eða rittúlkun í skráningarforminu.
Leiðbeinendur:
Andri Árnason - framkvæmdastjóri Takk sem hefur sérhæft sig í styrktarsamfélögum, markaðsetningu og þjónustu við almannaheillafélög.
Kristín Jezorski - markaðsstjóri hjá Takk sem hefur unnið að mörgum stórum herferðum tengdum vitundarvakningu og fjáröflun fyrir almannaheillafélög.
Flóki Guðmundsson - sérfræðingur í fjáröflun og viðskiptatengslum hjá Takk. Hann hefur stuðlað að vexti góðgerðarfélaga á Íslandi í yfir 10 ár og er vottaður sérfræðingur í verkefnastjórnun.
Námskeiðið verður haldið í Mannréttindahúsinu
Sigtúni 42, 21. janúar kl. 16:00-19:00.
Kostnað af námskeiðahaldinu ber ÖBÍ.
Advertisement
Where is it happening?
Mannréttindahúsið, Sigtún 42, 105 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays:
Know what’s Happening Next — before everyone else does.














