Upprásin | Rakur, Alter Eygló og Geðbrigði

Schedule

Tue Dec 02 2025 at 08:00 pm to 10:00 pm

UTC+00:00

Location

Austurbakki 2, 101 Reykjavík, Iceland | Reykjavík, RE

Advertisement
Á þessum tónleikum koma fram Rakur, Alter Eygló og Geðbrigði.
Harpa, í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík, Rás 2 og Landsbankann, stendur fyrir Upprásinni, tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur. Upprásin fer nú fram þriðja árið í röð og munu samtals 27 hljómsveitir koma fram, þrjár á hverju tónleikakvöldi.
Tónleikaröðin er liður í því að framfylgja dagskrárstefnu Hörpu um bætt aðgengi grasrótar og ungs fólks í öllum tónlistargreinum og auka við fjölbreytni. Markmiðið er einnig að tónlistaráhugafólk geti gengið að því vísu að heyra fjölbreytta nýja íslenska tónlist, beint úr grasrót tónlistarlífsins, flutta við kjöraðstæður í tónlistarhúsi þjóðarinnar.
Miðaverð er aðeins 2000 kr. en hægt er að leggja til hærri upphæð í miðasöluferlinu sem rennur beint til listafólksins.
RAKUR
Hljómsveitin Rakur spilar jangle-indí-popp tónlist sem höfðar til allra sem kljást við óöryggi, vanlíðan og einmanaleika í nútímasamfélagi. Reynt er að ná utan um þessar tilfinningar með blöndu af léttleika og alvöru sem togast á. Hljómsveitin var stofnuð af vinum sem vildu einfaldlega spila góða tónlist saman. Textarnir voru flestir samdir á bar, í heimapartýum eða á tónleikum sem veittu innblástur. Þar af leiðandi eru textarnir fullir af hrárri sjálfskoðun en einnig kímni og skemmtun. Hljómsveitin Rakur hefur komið fram á Músíktilraunum, tónlistarhátið sem hefur veitt ungu tónlistarfólki fyrstu skref inn í listaheiminn og á Hátíðni, grasrótartónlistarhátíð sem haldin er á Borðeyri þar sem hljómsveitin kom fram undir nafninu Fjórir sveitastrákar. Hljómsveitin vinnur nú að sinni fyrstu breiðskífu.
„Þú eruð rakt eftir að hlaupa á eftir vinum þínum á sólríku sumarkvöldi. Eftir að hafa gert þitt besta. Ertu að taka réttar ákvarðanir? Hefðir þú kannski átt að fara í hefðbundið nám, fengið þér vinnu á skrifstofu? Mun hamingjan alltaf vera rétt handan við hornið? Fáðu þér sæti á meðan þú bíður eftir næturstrætó, náðu andanum.“
Ragnar N. Gunnarsson Breiðfjörð, söngur og hljómborð
Ásgeir Kjartansson, gítar og bakraddir
Breki Hrafn Halldóru Ómars, gítar og bakraddir
Samúel Reynis, bassi og bakraddir
Ernir Ómarsson, trommur
ALTER EYGLÓ
Alter Eygló er verkefni Eyglóar Höskuldsdóttur Viborg, sviðslistakonu og tónskálds, þar sem hún leikur sér með sviðsetningu og tónlist karókí. Alter Eygló hefur verið starfandi síðan árið 2020 þegar hún hélt stutta karókí-tónleika á heimasíðunni Twitch í upphafi Covid-faraldursins. Síðan þá hefur hún komið fram og verið með innsetningar í Gallerý Kannski (2022) og á hátíðunum Hamraborg Festival (2023) og Hátíðni (2024). Tónlist hennar sækir innblástur í popplagatónlist 9. og 10. áratugarins og gefst áhorfendum kostur á að syngja hástöfum með og dilla sér eilítið í takt við tónlistina.
GEÐBRIGÐI
Geðbrigði hefur ásótt neðanjarðarsenuna á Íslandi seinustu tvö árin. Hvorki þungarokk né pönk né rokk heldur allt saman, ásamt fleiru. Drunga-þunga-paunk-rokk er eins nákvæm lýsing á einhverju jafn ólýsanlegu og hljómsveitinni Geðbrigði. Tónlist og framkoma Geðbrigði endurspegla orðið sjálft, óútreiknanleg og á köflum óþægileg. Þau, sem eru forvitin um hljómsveitina, geta nálgast hana á tónleikum og samfélagsmiðlum, þar sem hljómsveitin hefur ekki enn gefið út efni.
Hraun Sigurgeirs, trommur
Agnes Ósk Ægisdóttir, gítar
Ásthildur Emma Ingileifardóttir, bassi
Þórhildur Helga Pálsdóttir, söngur
---
This concert will feature Rakur, Alter Eygló and Geðbrigði.
Harpa, in collaboration with the Reykjavík Music City, Rás 2 and Landsbankinn, is hosting Upprásin, a concert series dedicated to grassroots Icelandic music, across musical genres. Upprásin is now taking place for the third year in a row and a total of 27 bands will perform, three on each concert night.
Ticket prices are only 2000 kr. but it is possible to contribute a higher amount during the ticket sales process, which will go directly to the artists.
RAKUR
Rakur is an indie-jangle pop-rock band. Their songs largely deal with loneliness, distress and insecurity, often in a cheerful soundscape. The guitar lines are free and fun, the bass and drums are cheerful and the vocals are sincere.
Ragnar N. Gunnarsson Breiðfjörð, voice and keyboards
Ásgeir Kjartansson, guitar and vocals
Breki Hrafn Halldóru Ómars, guitar and vocals
Samúel Reynis, bass and vocals
Ernir Ómarsson, drums and percussion
ALTER EYGLÓ
Alter Eygló is a project by Eygló Höskuldsdóttir Viborg, a performing artist and composer, where she plays with the staging and music of karaoke. Alter Eygló has been active since 2020 when she held a short karaoke concert on the Twitch website at the beginning of the Covid pandemic. Since then, she has performed and had installations at Gallerý Kannski (2022), Hamraborg Festival (2023) and Hátíðni (2024). Her music draws inspiration from pop music of the 80s and 90s, and the audience is given the opportunity to sing along and dance a little to the music.
GEÐBRIGÐI
Geðbrigði has haunted the underground scene in Iceland for the past two years. Neither heavy metal nor punk nor rock, but everything, and more. Gloomy-heavy-punk-rock is as accurate a description of something as indescribable as the band Geðbrigði. Geðbrigði's music and performance reflect the word itself, unpredictable and at times uncomfortable. Those curious about the band can approach them at concerts and social media, as the band has not yet released any material.
Hraun Sigurgeirs, drums
Agnes Ósk Ægisdóttir, guitar
Ásthildur Emma Ingileifardóttir, bass
Þórhildur Helga Pálsdóttir, voice
Advertisement

Where is it happening?

Austurbakki 2, 101 Reykjavík, Iceland, Austurbakki 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Event Location & Nearby Stays:

Harpa t\u00f3nlistar- og r\u00e1\u00f0stefnuh\u00fas \/ Harpa Concert Hall and Conference Centre

Host or Publisher Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

It's more fun with friends. Share with friends

Discover More Events in Reykjavík

Las Vegas Christmas Show 2025
Thu, 04 Dec at 07:00 pm Las Vegas Christmas Show 2025

Reykjavík City

A\u00f0ventut\u00f3nleikar Sinf\u00f3n\u00edunnar
Thu, 04 Dec at 07:30 pm Aðventutónleikar Sinfóníunnar

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2

CONCERTS MUSIC
KK - Mugison - J\u00f3n J\u00f3nsson \ud83c\udf32
Thu, 04 Dec at 07:30 pm KK - Mugison - Jón Jónsson 🌲

Fríkirkjan við Tjörnina

Vitringarnir 3 - Gr\u00edn, gr\u00fav og g\u00e6sah\u00fa\u00f0!
Thu, 04 Dec at 08:00 pm Vitringarnir 3 - Grín, grúv og gæsahúð!

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

KOMDU um J\u00d3LIN
Fri, 05 Dec at 06:00 pm KOMDU um JÓLIN

Harpa Music Hall Reykjavik Iceland

CONCERTS MUSIC
Fyrstu t\u00f3nleikarnir
Fri, 10 Oct at 07:30 pm Fyrstu tónleikarnir

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

Supersport! & Floni
Fri, 10 Oct at 08:00 pm Supersport! & Floni

IÐNÓ

MUSIC ENTERTAINMENT
Plantas\u00eda \u00ed Gar\u00f0heimum
Sat, 11 Oct at 12:00 pm Plantasía í Garðheimum

Garðheimar

FESTIVALS MUSIC
Kona fornt\u00f3nlistarh\u00e1t\u00ed\u00f0: Br\u00e9f Halld\u00f3ru og \u00f3pera Francescu - \u00e1ri\u00f0 1625
Sat, 11 Oct at 02:00 pm Kona forntónlistarhátíð: Bréf Halldóru og ópera Francescu - árið 1625

Suðurgata 41, 102

ENTERTAINMENT FESTIVALS
Hania Rani presents Chilling Bambino at State of the Art
Sat, 11 Oct at 06:00 pm Hania Rani presents Chilling Bambino at State of the Art

Fríkirkjan í Reykjavík

MUSIC ENTERTAINMENT
Warmland & Oyama \u00ed I\u00f0n\u00f3 11.okt\u00f3ber 2025
Sat, 11 Oct at 08:00 pm Warmland & Oyama í Iðnó 11.október 2025

IÐNÓ

Pan Thorarensen, \u00deorkell Atlason & Borgar Magnason \/ R.M Hendrix & Nico Guerrero
Sat, 11 Oct at 08:00 pm Pan Thorarensen, Þorkell Atlason & Borgar Magnason / R.M Hendrix & Nico Guerrero

Óðinsgata 2, 101 Reykjavík, Iceland

MUSIC ENTERTAINMENT
PINK FLOYD \u00ed 60 \u00e1r \u00ed Eldborg H\u00f6rpu
Sat, 11 Oct at 09:00 pm PINK FLOYD í 60 ár í Eldborg Hörpu

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

BAROKK \u00c1 KL\u00daBBNUM SN\u00ddR AFTUR
Sat, 11 Oct at 09:00 pm BAROKK Á KLÚBBNUM SNÝR AFTUR

AUTO Nightclub & Venue

ART MUSIC
Drungi, M\u00f8rose & Ch\u00f6gma at BIRD RVK
Sat, 11 Oct at 09:00 pm Drungi, Mørose & Chögma at BIRD RVK

Bird RVK

MUSIC ENTERTAINMENT
Sagnavaka
Sat, 11 Oct at 09:00 pm Sagnavaka

ÆGIR 101

ENTERTAINMENT MUSIC
Sat, 11 Oct at 09:00 pm Hauslaus: Apex Anima

Skipholt 33, 105 Reykjavík, Iceland

MUSIC ENTERTAINMENT
Kona fornt\u00f3nlistarh\u00e1t\u00ed\u00f0: Til \u00fe\u00edn Mar\u00eda
Sun, 12 Oct at 02:00 pm Kona forntónlistarhátíð: Til þín María

Suðurgata 41, 102

ENTERTAINMENT FESTIVALS
See Instructions - Karitas Lotta, \u00cdris \u00c1smundar & Magn\u00fas J\u00f3hann
Sun, 12 Oct at 04:00 pm See Instructions - Karitas Lotta, Íris Ásmundar & Magnús Jóhann

Tbr Tennis-og Badmintonfélag Reykjavíkur

ENTERTAINMENT SPORTS
Gabriel Gold: White Raven Dreaming - N\u00fd dagsetning \/ New concert date
Sun, 12 Oct at 08:00 pm Gabriel Gold: White Raven Dreaming - Ný dagsetning / New concert date

Grundarstígur 10, 101 Reykjavík, Iceland

ENTERTAINMENT MUSIC

What's Happening Next in Reykjavík?

Discover Reykjavík Events