Upprásin 11. mars - Samosa, Unfiled og Eló

Schedule

Tue, 11 Mar, 2025 at 08:00 pm

UTC+00:00

Location

Austurbakki 2, 101 Reykjavík, Iceland | Reykjavík, RE

Advertisement
Harpa, í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík, Rás 2 og Landsbankann, stendur fyrir nýrri tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur. Tónleikaröðin kallast Upprásin og fer fram í Kaldalóni eitt þriðjudagskvöld í mánuði veturinn 2024-2025. Hún fer nú fram annað árið í röð og munu samtals 27 hljómsveitir koma fram, þrjár á hverju tónleikakvöldi.
Tónleikaröðin er liður í því að framfylgja dagskrárstefnu Hörpu um bætt aðgengi grasrótar og ungs fólks í öllum tónlistargreinum og auka við fjölbreytni. Markmiðið er einnig að tónlistaráhugafólk geti gengið að því vísu að heyra fjölbreytta nýja íslenska tónlist, beint úr grasrót tónlistarlífsins, flutta við kjöraðstæður í tónlistarhúsi þjóðarinnar.
Á þessum tónleikum koma fram Samosa, Unfiled og Eló
Miðaverð er aðeins 2000 kr. en hægt er að leggja til hærri upphæð í miðasöluferlinu sem rennur beint til listafólksins.

Samosa
Samosa var stofnuð árið 2023 út frá sólóverkefni sem leiddi af sér konseptplötu og rokkóperu um Landvætti Íslands. Tónlistina má lýsa sem hugvíkkandi rokki og ber með sér þjóðsagna- og draumkennt myndmál og þema. Samosa taka ýmis málefni raunveruleikans og sveipa þau dulspekilegu gervi með framsæknu sýrurokki.

Unfiled
Unfiled er tvíhöfða skepna þeirra Atla Bollasonar og Guðmundar Úlfarssonar. Þeir hófu samstarf árið 2019 með röð tilraunakenndra sjónleika – viðburða þar sem hljóð og mynd skipa jafnstóran sess. Listsköpun þeirra snýst um endurómun (bæði bókstaflega og sem myndhverfingu), ferlana að baki merkingarsköpunar, sjónrænan spuna, minningar, drauga og suð. Auk þess að koma fram á tón- eða sjónleikum, hafa verk Unfiled verið sýnd í galleríum og tekið á sig hefðbundnari form á borð við prent og veggmyndir.

Eló
Eló er ung tónlistarkona sem leggur áherslu á texta og melódíur, með persónulegum og hráum lögum sem faðma hlustandann þétt að sér. Eló varð í öðru sæti í Músíktilraunum 2024 og hlaut hún einnig höfundaverðlaun FTT. Lágstemmd og hugljúf tónlist hennar vekur upp sterkar tilfinningar, eins og gleði, sorg, væntumþykju og eftirvæntingu. Eló mun koma fram með hljómsveit á Upprásinni, en með henni verða Hjálmar Carl Guðnason á bassa, Ívar Andri Klausen á rafmagnsgítar, Bergsteinn Sigurðarson á trommum og Magnús Þór Sveinsson á hljómborði.
Advertisement

Where is it happening?

Austurbakki 2, 101 Reykjavík, Iceland, Austurbakki 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland

Event Location & Nearby Stays:

Harpa Reykjavik Concert and Conference Centre

Host or Publisher Harpa Reykjavik Concert and Conference Centre

It's more fun with friends. Share with friends

Discover More Events in Reykjavík

Su\u00f0r\u00e6n veisla
Thu, 13 Mar, 2025 at 07:30 pm Suðræn veisla

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2

ENTERTAINMENT MUSIC
ReykjaDoom: Dwaal (NO) at Gaukurinn + support
Fri, 14 Mar, 2025 at 08:00 pm ReykjaDoom: Dwaal (NO) at Gaukurinn + support

Gaukurinn

MUSIC ENTERTAINMENT
Scott Pilgrim vs. the World - F\u00f6studagspart\u00eds\u00fdning!
Fri, 14 Mar, 2025 at 09:00 pm Scott Pilgrim vs. the World - Föstudagspartísýning!

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

PARTIES ENTERTAINMENT
D\u00e9l-Izland - 5 napos vill\u00e1mt\u00fara +50 felettieknek
Tue, 18 Mar, 2025 at 11:00 am Dél-Izland - 5 napos villámtúra +50 felettieknek

Izland

Arvo P\u00e4rt sinf\u00f3n\u00edur
Thu, 20 Mar, 2025 at 07:30 pm Arvo Pärt sinfóníur

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2

MUSIC ENTERTAINMENT

What's Happening Next in Reykjavík?

Discover Reykjavík Events