SVIÐSETT HEIMILI
Schedule
Sat Aug 23 2025 at 02:00 pm to 07:00 pm
UTC+00:00Location
Þórsgata 10 | Reykjavík, RE
Advertisement
Þér er boðið í heimsókn til okkar á Menningarnótt en þar verður opnuð sýningin SVIÐSETT HEIMILI – í gömlu húsi í bakgarðinum.Þar hafa vinirnir Halla Bára og Davíð Georg, sem nýlega hafa hafið samstarf á sviði arkitektúrs og innanhússhönnunar, sett upp fullbúið heimili prýtt húsgögnum og munum úr versluninni Epal sem einmitt á 50 ára afmæli á þessu ári. Heimilið verður hlaðið ljósmyndum eftir Gunnar Sverrisson.
Sýningin verður opnuð klukkan 14:00 á Menningarnótt og stendur til 19:00. Á milli 17:00 og 19:00 verður boðið upp á léttar veitingar í boði Á lite og Danni Deluxe mun sjá um tónlistina og halda uppi stuðinu.
Um er að ræða sölusýningu á ljósmyndum en einnig verður tímaritið Lifun til sölu á tilboðsverði í tilefni dagsins. Þá verður einnig til sölu áður útgefið efni í takmörkuðu upplagi.
Sýningin er í gömlu húsi í bakgarðinum á Þórsgötu 10 en þar eru Halla Bára, Davíð og Gunnar að fara að setja upp lifandi vinnustofu.
Öll velkomin – við hlökkum til að sjá ykkur.
Advertisement
Where is it happening?
Þórsgata 10 , Þórsgata 10, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays: