Starfsár Kammermúsíkklúbbsins 2025-2026 - Sala árskorta hafin!

Schedule

Sun, 28 Sep, 2025 at 04:00 pm

UTC+00:00

Location

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre | Reykjavík, RE

KAMMERMÚSÍKKLÚBBURINN
STARFSÁRIÐ 2025-2026
SALA ÁRSKORTA HAFIN!
Kammermúsíkklúbburinn var stofnaður árið 1957 og kynnir nú 69. starfsár sitt – starfsárið 2025-2026 – um leið og opnað er fyrir almenna sölu árskorta. Árskort sem gildir á alla tónleika starfsársins kostar 20.000 kr. en fullt verð á stökum aðgöngumiðum er 4.900 kr.
Hægt er að kaupa árskortin hjá miðasölu Hörpu og á harpa.is en þau verða tilbúin til afhendingar í miðasölu Hörpu frá og með 23. ágúst. Þá heldur Kammermúsíkklúbburinn stutta tónleika sem eru hluti af Menningarnæturdagskrá Hörpu og um leið hefst almenn miðasala á tónleika Kammermúsíkklúbbsins.
Tónleikar starfsársins eru sex talsins að meðtöldum fjölskyldutónleikum sem eru nýjung í starfi klúbbsins og fara þeir fram í samstarfi við fjölskyldudagskrá Hörpu. Aðgangur inn á fjölskyldutónleikana er ókeypis. Nokkrir flytjendur eru fastagestum Kammermúsíkklúbbsins að góðu kunnir en margir flytjendanna starfa erlendis og hér gefst þess vegna sjaldfengið tækifæri til að njóta tónlistarflutnings þeirra hér á landi. Alls koma tuttugu hljóðfæraleikarar fram á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins þetta starfsárið, þar af tíu í fyrsta sinn. Efnisskráin samanstendur af ástsælum og krefjandi kammerverkum eftir nokkur helstu tónskáld tónlistarsögunnar ásamt frumflutningum á verkum eftir Grigory Frid, Eleanor Alberga og Veronique Vöku.
Hér fer á eftir yfirlit yfir tónleika starfsársins. Allir tónleikarnir nema fjölskyldutónleikarnir fara fram í Norðurljósum í Hörpu í samstarfi við Hörpu og Sígilda sunnudaga.
Nánari upplýsingar og efnisskrár tónleika eru á kammer.is.
Velkomin á tónleika Kammermúsíkklúbbsins!

28/09/2025 KL. 16
KMK69, NR. 1
Afmælisfögnuður: Pärt og Ravel

Flytjendur:
Ari Þór Vilhjálmsson, fiðla
Sigurgeir Agnarsson, selló
Liam Kaplan, píanó

Á upphafstónleikum vetrarins fá tvö af þekktustu verkum franska tónskáldsins Maurice Ravel, Píanótríóið og Fiðlusónatan, að njóta sín við hlið hins sívinsæla Spiegel im Spiegel og hins sjaldheyrða píanótríós Mozart-Adagio eftir Arvo Pärt. Ravel fæddist fyrir sléttum 150 árum og Pärt fagnar níræðisafmæli þann 11. september 2025.
Fiðluleikarinn Ari Þór Vilhjálmsson, listrænn stjórnandi Kammermúsíkklúbbsins leikur ásamt tveimur leiðandi hljóðfæraleikurum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þeim Sigurgeiri Agnarssyni sellóleikara og Liam Kaplan píanóleikara.
----------

9/11/2025 KL. 16
KMK69, NR. 2
Á vit ævintýranna: Frid, Schumann og Mozart

Flytjendur:
Ásdís Valdimarsdóttir, víóla
Grímur Helgason, klarinett
Elisaveta Blumina, píanó

Á þessum tónleikum hljómar fyrsta verkið sem samið var fyrir klarinett, víólu og píanó, Kegelstatt-tríóið eftir Mozart, ásamt Ævintýrum Schumanns fyrir sömu hljóðfærasamsetningu. Einnig verður víólusónata eftir Grigory Frid frumflutt á Íslandi, en hún var samin árið 1971. Ásdís Valdimarsdóttir og Elisaveta Blumina leika reglulega saman kammertónlist í tónlistarhúsum Evrópu en Elisaveta kemur nú fram í fyrsta sinn á Íslandi. Grímur Helgason, staðgengill leiðara klarinettudeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, leikur einnig í fyrsta sinn fyrir Kammermúsíkklúbbinn.

----------

18/01/2026 KL. 16
KMK69, NR. 3
Kvartettferðalag: Austurríki til Jamaíka

Flytjendur:
Rannveig Marta Sarc, fiðla
Herdís Mjöll Guðmundsdóttir, fiðla
Brian Hong, víóla
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, selló

Unnendur strengjakvartetta mega ekki að missa af þessum tónleikum þar sem tveir kvartettar í f-moll, op. 20. nr. 5 eftir Haydn og op. 80 nr. 6 eftir Mendelssohn verða í aðalhlutverki. Auk þeirra verður Strengjakvartett nr. 2 eftir jamaíska tónskáldið Eleanor Alberga frumfluttur á Íslandi, en hún samdi verkið árið 1994. Flytjendur eru meðal þeirra fremstu af yngri kynslóð íslenskra hljóðfæraleikara . Þau eru öll starfandi erlendis en þau koma sérstaklega til landsins til að flytja þessa spennandi efnisskrá.

----------
15/03/2026 KL. 16
KMK69, NR. 4
Upphaf og endir: Shostakovich

Flytjendur:
Judith Ingólfsson, fiðla og víóla
Vladimir Stoupel, píanó
Bryndís Halla Gylfadóttir, selló
Tónleikarnir eru helgaðir Dmitri Shostakovich, einu merkasta og dáðasta tónskáldi 20. aldarinnar, í tilefni þess að í ágúst 2025 verða liðin 50 ár frá því að hann lést í Moskvu. Á tónleikunum heyrum við æskuverkið Píanótríó nr. 1 sem hann samdi aðeins 16 ára gamall, en Sónötu fyrir fiðlu og píanó samdi hann ekki fyrr en um hálfri öld síðar. Tónleikarnir enda á síðasta verkinu sem Shostakovich lauk við að semja, aðeins örfáum vikum áður en hann lést, en það var hin magnþrungna Sónata fyrir víólu og píanó.
Judith Ingólfsson, sem fæddist í Reykjavík og skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún vann Indianapolis fiðlukeppnina 1998, leikur hér á bæði fiðlu og víólu ásamt eiginmanni sínum og dúófélaga Vladimir Stoupel. Með þeim leikur sellóleikarinn Bryndís Halla Gylfadóttir.
----------

12. APRÍL 2026 KL. 14
KMK69, NR. 5
Fjölskyldudagskrá Hörpu og Kammermúsíkklúbbsins – í Kaldalóni

Dagskrá tilkynnt síðar.
Ókeypis aðgangur!

----------

3/5/2026 KL. 16
KMK69, NR. 6
Lokatónar: Mozart, Brahms, Britten og Vaka

Flytjendur:
Strokkvartettinn Siggi:
Una Sveinbjarnardóttir, fiðla
Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla
Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla
Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló
Emilía Rós Sigfúsdóttir, flauta
Julia Hantschel, óbó
Mathias Susaas Halvorsen, píanó

Á síðustu tónleikum vetrarins flytur Strokkvartettinn Siggi glæsilega og fjölbreytta efnisskrá ásamt þremur gestum á ólík hljóðfæri. Fyrir hlé verða flutt tvö verk fyrir blásturshljóðfæri og strengi, Flautukvartett í D-dúr eftir Mozart með Emilíu Rós Sigfúsdóttur og Phantasy Quartet eftir Benjamin Britten með Juliu Hantschel, leiðara óbódeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einnig verður frumflutt nýtt verk eftir Veronique Vöku. Eftir hlé flytur Strokkvartettinn Siggi ásamt Mathias Susaas Halvorsen píanóleikara hið magnaða stórvirki Brahms, Píanókvintett í f-moll.

Where is it happening?

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre, Austurbakki 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland
Kammerm\u00fas\u00edkkl\u00fabburinn

Host or Publisher Kammermúsíkklúbburinn

It's more fun with friends. Share with friends

Discover More Events in Reykjavík

Markus Homm & Gorge \u00ed I\u00d0N\u00d3
Sat, 27 Sep at 07:00 pm Markus Homm & Gorge í IÐNÓ

IÐNÓ

ENTERTAINMENT PERFORMANCES
MANIA: The ABBA Tribute
Sat, 27 Sep at 08:00 pm MANIA: The ABBA Tribute

Harpa Concert Hall

ENTERTAINMENT MUSIC
P\u00e1lmi Gunnarsson... & Hipsumhaps
Sat, 27 Sep at 08:00 pm Pálmi Gunnarsson... & Hipsumhaps

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

Miklihvellur | V\u00edsindasmi\u00f0ja me\u00f0 Stj\u00f6rnu-S\u00e6vari
Sun, 28 Sep at 01:00 pm Miklihvellur | Vísindasmiðja með Stjörnu-Sævari

Borgarbókasafnið Árbæ

WORKSHOPS BUSINESS
Kirtan me\u00f0 Jose Ukumari og Glimmer Mysterium
Mon, 29 Sep at 08:00 pm Kirtan með Jose Ukumari og Glimmer Mysterium

Yogavin

NONPROFIT MUSIC
IADC Advanced Rig Technology Conference & Exhibition
Tue, 30 Sep at 08:30 am IADC Advanced Rig Technology Conference & Exhibition

Hilton Reykjavik Nordica

BUSINESS EXHIBITIONS
VOCES8 og fj\u00f3rir \u00edslenskir k\u00f3rar \u00e1 lokat\u00f3nleikum
Tue, 30 Sep at 08:00 pm VOCES8 og fjórir íslenskir kórar á lokatónleikum

Harpa Reykjavík, Norðurljós

MUSIC ENTERTAINMENT
Reykjavik Awaits! Dive Into Its Charm with a Scavenger Hunt!
Thu, 10 Oct at 07:00 am Reykjavik Awaits! Dive Into Its Charm with a Scavenger Hunt!

Sæbraut, 101 Reykjavík, Iceland

CONCERTS MUSIC
12 T\u00f3nar Concert - Spirits in Complexity & Intelligent Instruments
Wed, 20 Aug at 05:00 pm 12 Tónar Concert - Spirits in Complexity & Intelligent Instruments

12 Tónar

ENTERTAINMENT CONCERTS
Ellen Kristj\u00e1nsd\u00f3ttir... & Hipsumhaps \u00e1 Kaffi Fl\u00f3ru
Thu, 21 Aug at 07:30 pm Ellen Kristjánsdóttir... & Hipsumhaps á Kaffi Flóru

Kaffi Flóra Garden Bistro

Franskar sumarn\u00e6tur \u00ed Sigurj\u00f3nssafni
Thu, 21 Aug at 07:30 pm Franskar sumarnætur í Sigurjónssafni

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar

Masaya Ozaki\/Hl\u00f6kk\/Hiroki Kamoshida
Thu, 21 Aug at 08:00 pm Masaya Ozaki/Hlökk/Hiroki Kamoshida

Óðinsgata 2, 101 Reykjavík, Iceland

ART ENTERTAINMENT
Jazz \u00ed Dj\u00fapinu \/\/ Osgood\/Blak\/Poulsen (DK\/FO)
Thu, 21 Aug at 08:30 pm Jazz í Djúpinu // Osgood/Blak/Poulsen (DK/FO)

Veitingahúsið Hornið

MUSIC ENTERTAINMENT
Vamp in Vik
Fri, 22 Aug at 07:00 pm Vamp in Vik

Torget

CONCERTS MUSIC
Menningarn\u00f3tt \/ Culture Night 2025 \ud83c\udf8a
Sat, 23 Aug at 10:00 am Menningarnótt / Culture Night 2025 🎊

Fríkirkjuvegur 7, 101 Reykjavík, Iceland

ART EXHIBITIONS
Menningarn\u00f3tt \u00ed Norr\u00e6na h\u00fasinu \u00ed Reykjav\u00edk 2025\/Culture night 2025
Sat, 23 Aug at 01:00 pm Menningarnótt í Norræna húsinu í Reykjavík 2025/Culture night 2025

Sæmundargata 11, 101 Reykjavík, Iceland

ART MUSIC
Opi\u00f0 h\u00fas \u00e1 Menningarn\u00f3tt - Sinf\u00f3n\u00eduhlj\u00f3msveit \u00cdslands
Sat, 23 Aug at 03:00 pm Opið hús á Menningarnótt - Sinfóníuhljómsveit Íslands

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2

MUSIC ENTERTAINMENT
Opinn gar\u00f0ur
Sat, 23 Aug at 03:00 pm Opinn garður

Bergstaðastræti 27

Menningarn\u00f3tt: Djass\u00adt\u00f3n\u00adleikar me\u00f0 Fr\u00edtt Fall
Sat, 23 Aug at 05:00 pm Menningarnótt: Djass­tón­leikar með Frítt Fall

Sæmundargata 11, 101 Reykjavík, Iceland

MUSIC ENTERTAINMENT

What's Happening Next in Reykjavík?

Discover Reykjavík Events