Möntrusöngur & Yoga Nidra - 4 vikna námskeið
Schedule
Tue Oct 07 2025 at 07:30 pm to 09:00 pm
UTC+00:00Location
REYR Studio | Reykjavík, RE
Advertisement
Möntrusöngur & Yoga Nidra með cacao og tónheilun
Námskeiðið er 4 vikur og hefst þriðjudaginn 7. október og er alla þriðjudaga í okt frá kl. 19.30-21
Á námskeiðinu gerum við æfingar sem hækka orkutíðnina þína, veita henni jafnvægi og róa um leið taugakerfið þitt. Æfingarnar hjálpa þér að losa þig við neikvæða og/eða staðnaða orku í efnis-, tilfinninga- og orkulíkama með því að syngja möntrur, losa um hálsstöðina, hugleiða og fá tónheilun.
Allir tímar byrja á hjartaopnandi cacao og enda á yoga nidra og tónheilun.
Við eflum orkuflæðið með æfingum fyrir hálsstöðina með söng, með því að kyrja saman og hugleiða, með orkulækningum, mudrum, heilun handa, tapping og fleiri áhrifaríkum æfingum til að hreyfa við orkustöðvunum og róa taugakerfið þitt.
Á námskeiðinu lærirðu að tengjast orkustöðvum og líkama þínum betur í gegnum æfingar fyrir hálsstöðina þína. Hálsstöðin er upphafið að andlegri tengingu og hjálpar okkur við tjáningu og sköpunarkraft.
Á námskeiðinu verður einnig lögð áhersla á tengingu við líkama með hugleiðslu, yoga nidra sem aðstoðar þig við líkamsvitund og núvitund. Streita og áföll leiða til þess að hugur og líkami aftengjast og með æfingunum sem við munum leggja áherslu á þann mikilvæga þátt að tengja huga og líkama með yoga nidra, líkams- og núvitund.
Þú lærir að efla lífsorkuna (prana) innra með þér með því að kyrja og syngja með okkur, lærir um möntrur og hvað þær eru heilandi fyrir líkama og sál og færð að finna það á eigin skinni.
Boðið er upp á ljúffengt hjartaopnandi cacao í öllum tímum.
Komdu í öfluga sjálfsheilun með Kolbrúnu og Danna.
Þriðjudaga í október frá kl. 19.30-21
í Reyr Studio Fiskislóð 31B
Námskeið hefst 7. október
Verð: 22.900 kr
Kennarar eru Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir heilari, jógakennari og tónheilari & Daníel Þorsteinsson heilari, tónlistarmaður og tónheilari.
Skráðu þig með því að borga paylink sem þú finnur í tickets :)
Advertisement
Where is it happening?
REYR Studio, Fiskislóð 31, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays: