KMK69 NR. 6 // LOKATÓNAR: Mozart, Brahms, Britten og Vaka
Schedule
Sun, 03 May, 2026 at 04:00 pm
UTC+00:00Location
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre | Reykjavík, RE
KMK69, NR. 6
LOKATÓNAR: Mozart, Brahms, Britten og Vaka
Flytjendur:
Strokkvartettinn Siggi:
Una Sveinbjarnardóttir, fiðla
Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla
Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla
Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló
Emilía Rós Sigfúsdóttir, flauta
Julia Hantschel, óbó
Mathias Susaas Halvorsen, píanó
Á síðustu tónleikum vetrarins flytur Strokkvartettinn Siggi glæsilega og fjölbreytta efnisskrá ásamt þremur gestum á ólík hljóðfæri. Fyrir hlé verða flutt tvö verk fyrir blásturshljóðfæri og strengi, Flautukvartett í D-dúr eftir Mozart með Emilíu Rós Sigfúsdóttur og Phantasy Quartet eftir Benjamin Britten með Juliu Hantschel, leiðara óbódeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einnig verður frumflutt nýtt verk eftir Veronique Vöku. Eftir hlé flytur Strokkvartettinn Siggi ásamt Mathias Susaas Halvorsen píanóleikara hið magnaða stórvirki Brahms, Píanókvintett í f-moll.
Tónleikar Kammermúsíkklúbbsins eru hluti af Sígildum sunnudögum í Hörpu.
Efnisskrá tónleikanna og nánari upplýsingar:
https://www.kammer.is/kmk69-nr-6
Kynntu þér starfsárið allt á kammer.is.
Miðasala hefst 23. ágúst næstkomandi.
Where is it happening?
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre, Austurbakki 2,Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays: