Hamingjustund - Slökun og Gongtónbað
Schedule
Fri Nov 07 2025 at 05:30 pm to 06:45 pm
UTC+00:00Location
Faxafen 10, 2. hæð, Reykjavík, 108 Reykjavík, Iceland | Reykjavík, RE
Hamingjustundin sameinar slökunarjóga, leidda djúpslökun og gong tónbað í flæði sem styður við innri frið og vellíðan.
Við byrjum með mjúkum jógahreyfingum sem losa um spennu og opna líkamann fyrir öndun og flæði. Í kjölfarið tekur við leidd djúpslökun þar sem hugurinn fær að slaka og taugakerfið að hvílast. Lokahluti stundarinnar er gong tónbað, þar sem hljómarnir frá gonginu flæða um rýmið og hjálpa líkamanum að finna jafnvægi, dýpri slökun og innri kyrrð. ➡️Vert er að hafa í huga að ekki er mælt með gong tónbaði fyrir barnshafandi né þau sem eru með gangráð/bjargráð.
Þessi stund er kjörin leið til að vinna á móti álagi, styrkja taugakerfið og fá hugann til að hvíla.
Eftir tímann finnur þú fyrir meiri mýkt, ró og tengingu við þig – fullkomin leið til að ljúka vikunni í hamingju og ró. 🌙✨
Verð 3.300 kr.
➡️Takmarkaður fjöldi í boði
➡️Miðar undir "Tickets"
Gott er að koma í víðum og hlýjum fötum sem þrengja ekki að og í hlýjum sokkum. Þessi stund er opin öllum sem vilja næra líkama og sál í hlýju og notalegu umhverfi.
Stundina leiðir Nílla L. Einarsdóttir jógakennari og þerapisti.
Where is it happening?
Faxafen 10, 2. hæð, Reykjavík, 108 Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays:







