Boð og endurómur: Málþing til heiðurs Steinu / Signals and Feedback: A Symposium in Honor of Steina
Schedule
Fri Oct 03 2025 at 01:00 pm to 05:00 pm
UTC+00:00Location
Tryggvagata 17, 101 Reykjavík, Iceland | Reykjavík, RE
Advertisement
Málþing í tengslum við sýninguna Tímaflakk á verkum Steinu Vasulka verður haldið í Hafnarhúsinu föstudaginn 3. október, 13.00 - 17.00. Skráning nauðsynleg: https://bit.ly/4mD2QJwÁ málþinginu sem skipulagt er af Listasafni Reykjavíkur og Listasafni Íslands koma saman innlendir og erlendir fræðimenn og ræða brautryðjendastarf Steinu og varanleg áhrif hennar á sviði rafrænna miðla.
Málþingið er haldið í tilefni sýningarinnar Steina: Tímaflakk, sem skipulögð er af MIT List Visual Arts Center í samvinnu við Buffalo AKG -listasafnið. Sýningarstjórar eru Natalie Bell (MIT List Visual Arts Center) og Helga Christoffersen (Buffalo AKG-listasafnið).
Dagskrá:
• 13:05 – 13:20 – Safnstjórar Listasafns Reykjavíkur og Listasafns Íslands, Markús Þór Andrésson og Ingibjörg Jóhannsdóttir.
Opnunarávarp safnstjóra, grunnur lagður að viðfangsefni málþingsins.
• 13:20 – 14:00 – Larisa Dryansky
Larisa Dryansky kannar einstaka stöðu Steinu Vasulka sem frumkvöðuls í þróun vídeólistar með áherslu á framlög hennar og áhrif á miðilinn.
• 14:05 – 14:25 – Helga Christofferson og Natalie Bell
Sýningastjóratvíeykið Helga og Natalie kynna ramma þeirrar hugmyndafræði sem liggur að baki sýningarinnar og segja frá sínu rannsóknarferli sem sýningarstjórar.
• Hlé – 15 mínútur
• 14:40 – 15:00 – Chris Hill
Chris Hill fjallar um áralangt samstarf sitt við Steinu og segir frá því skapandi og tilraunakennda andrúmslofti sem mótaði fyrstu verk Steinu og Woody Vasulka.
• 15:00 – 15:20 – Lenka Dolanová
Lenka Dolanová kynnir rannsókn sína á tækninýjungum Steinu og Woody Vasulka og tilraunakenndum nálgunum og aðferðum þeirra við vídeólist, eins og fjallað er um í bók hennar Dialogue with the Demons of the Tools.
• 15:20 – 15:40 – Sigríður Regína Sigurþórsdóttir
Sigríður Regína ræðir um doktorsrannsókn sína um Vasulka Stofu – sem er miðstöð fyrir raf- og stafræna list á Íslandi.
• 15:40 – 16:00 – Margrét Elísabet
Margrét Elísabet rannsakar tengingu Steinu við íslensku listasenuna, áhrif hennar á heimamenn og hvernig hún hefur innlimað íslenska náttúru og umhverfi í listsköpun sína.
• Hlé – 15 mínútur
• 16:15 - 17:00 – Pallborðsumræður um tækninýjungar.
Æsa Sigurjónsdóttir stjórnar pallborðsumræðum og eru þátttakendur Jennifer Helia DeFelice, Joey Heinen, Chris Hill, og Sirra Sigrún Sigurðardóttir. Umræðan mun snúast um áhrif Steinu á samtímalistina og þróun á hlutverki nýmiðla.
• 17:00 Lokaávarp - safnstjórar
Lokaávarp og hugleiðingar frá safnstjórum.
Móttaka og léttar veitingar að viðburði loknum.
Advertisement
Where is it happening?
Tryggvagata 17, 101 Reykjavík, Iceland, Tryggvagata 17, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays: