ÚTSKRIFTARTÓNLEIKAR BIRTU Í HÖRPU
Schedule
Tue Apr 01 2025 at 07:00 pm to 08:00 pm
UTC+00:00Location
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre | Reykjavík, RE
Advertisement
Heil og sæl fallega fólk, nú er stóra stundin alveg að bresta á! 🤯Þann 1. apríl á slaginu 19:00 stíg ég á svið í síðasta sinn sem nemandi í Menntaskólanum í Tónlist með útskriftartónleikana mína í Kaldalóni, Hörpu !! ALLIR í heiminum velkomnir og já, AUÐVITAÐ kostar miðinn heilar 0kr svo veskið fær sumarfrí💃
Ég hef unnið mjög lengi og mjög hart að þessum tónleikum og finnst nú ekkert annað í stöðunni en að bjóða öllu mínu besta fólki að koma og sjá hvað ég hef áorkað síðustu tvö árin mín í MÍT. ❤️Svo í lok maí útskrifast ég með stúdentspróf úr MÍT af rytmískri popp línu.
Tónleikarnir verða nokkurs konar samantekt af ferlinum mínum í MÍT hingað til, en einnig mínir fyrstu einkatónleikar og stökkpallur út í stóra heiminn. Með mér er frábær hljómsveit af snillingum sem vita liggur við betur en ég hvað er í gangi. EN ég lofa klukkutíma af sturlaðri stemningu, frumsömdum lögum jafnt og ábreiðum og mögulega mackintosh dollu í dyragættinni ef maður má aðeins leyfa sér🤭
Það myndi gleðja mig alveg ólýsanlega mikið að sjá sem flesta🫶🏻Ekki láta ykkur vanta í Hörpu á stærstu tónleika mína hingað til!🫵
Advertisement
Where is it happening?
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre, Austurbakki 2,Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays: