Tengjum ríkið ráðstefna 2025
Schedule
Thu, 18 Sep, 2025 at 01:00 pm
UTC+00:00Location
Hilton Reykjavík Nordica (Reykjavík, Iceland) | Reykjavík, RE
Advertisement
Tengjum ríkið, árleg ráðstefna Stafræns Íslands þar sem stafræn framtíð hins opinbera er umfjöllunarefnið. Ráðstefnan verður haldin þann 18. september 2025 á Hilton Nordica sem og í streymi.Yfirskrift ráðstefnunnar í ár snýr að öryggi og stafrænni forystu á óstöðugum tímum en annar lykilfyrirlesara er Valerya Ionan ráðgjafi ríkisstjórnar Úkraínu í stafrænum málum.
Að vanda verður fjöldi áhugaverðra erinda frá stofnunum sem hafa náð góðum árangri í stafrænni vegferð og stafrænni þjónustu. Í takti við þema ársins fáum við erindi frá lögreglunni, landskjörstjórn, dómstólasýslunni, Stafrænu Íslandi og fleiri sem koma að stafrænum innviðum. Fundarstjóri verður Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS.
Að morgni ráðstefnudags verða haldnar vinnustofur sem munu snúa að þjónustu, tækniumhverfi og þróun, Island.is og framtíðarsýn stafrænnar vegferðar hins opinbera. Þátttakendur á vinnustofunum fá sérstakt boð en þar á meðal eru forstöðumenn, þjónustustjórar, vefstjórar, tæknistjórar og gagnastjórar stofnana sem og fulltrúar fyrirtækja. Markmið með vinnustofunum er markvisst framlag í þá stafrænu þróun sem er framundan næstu misserin.
Vinnustofurnar verða frá 10-12 að morgni ráðstefnudags en ráðstefnan frá kl. 13-17.
Miðaverð í ár er 9.900 kr. fyrir ráðstefnuna og 3.900 kr. í streymi.
Ítarleg dagskrá og miðasala er að finna á Ísland.is: https://island.is/s/stafraent-island/tengjumrikid/tengjum-rikid-2025
Advertisement
Where is it happening?
Hilton Reykjavík Nordica (Reykjavík, Iceland), Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays: