Sýklalyfjadagur 2025
Schedule
Tue Nov 18 2025 at 01:00 pm to 03:00 pm
UTC+00:00Location
Sléttuvegur 25, 103 Reykjavíkurborg, Ísland | Reykjavík, RE
Advertisement
Í tilefni Vitundarvakningar um sýklalyfjaónæmi mun sóttvarnalæknir halda málþing þriðjudaginn 18. nóvember 2025 kl. 13-15 á Hrafnistu, Sléttuvegi 25, en einnig verður boðið upp á þátttöku með fjarfundi (Teams). Að þessu sinni er þema málþingsins tengt hjúkrunarheimilum, sjá meðfylgjandi dagskrá. Dagurinn 18. nóvember er sérstaklega helgaður vitundarvakningu um sýklalyf hjá Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC). Sama dag hefst vitundarvika um skynsamlega notkun sýklalyfja á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Tilgangur þessarar vitundarvakningar er að minna almenning, stjórnvöld, heilbrigðisstarfsmenn og aðra aðila á þá ógn sem stafar af útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería í heiminum. Sjá nánar: https://island.is/syklalyfjaanaemi-og-syklalyfjanotkun/vitundarvakning.
Athugið:
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 14.11.2025 með tölvupósti á netfangið [email protected] og takið fram hvort þið hyggist mæta á staðinn eða hlusta á fundinn í streymi.
Hlekkir til að tengjast fundinum verða sendir til þeirra sem hafa skráð sig þegar nær dregur.
Fundarstjóri: Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir
Dagskrá:
1. Sýklalyfjanotkun, sýklalyfjaónæmi og aðgerðaráætlun
Anna Margrét Halldórsdóttir, yfirlæknir, sóttvarnasvið, embætti landlæknis
2. Niðurstöður ECDC HALT-4 rannsóknar og lærdómur
Steinunn Þórðardóttir, framkvæmdstjóri lækninga á Hrafnistu
3. Klínískar leiðbeiningar þvagfærasýkingar hjá hrumu eldra fólki
Ólafur Helgi Samúelsson, framkvæmdastjóri lækninga á Eir
Kaffihlé (20 mín)
4. Sýkingavarnir og ónæmar bakteríur á hjúkrunarheimilum
Bjarney Sigurðardóttir, sýkingavarnastjóri á Hrafnistu
Sigríður Sigurðardóttir, sviðsstjóri gæða- og fræðslusviðs á Grund
5. Sýklalyfjagæsla á hjúkrunarheimilum
Jón Steinar Jónsson, yfirlæknir gæðaþróunar, Þróunarmiðstöð Íslenskrar Heilsugæslu
Már Egilsson, heimilislæknir og Strama tengiliður, Heilbrigðisstofnun Austurlands
Advertisement
Where is it happening?
Sléttuvegur 25, 103 Reykjavíkurborg, Ísland, Sléttuvegur 25, 103 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays:
Know what’s Happening Next — before everyone else does.



![[Uppselt] B\u00f6rn og andleg heilsa - N\u00e1mskei\u00f0 fyrir i\u00f0ju\u00fej\u00e1lfa og sj\u00fakra\u00fej\u00e1lfara me\u00f0 Pernille Thomsen](https://cdn-ip.allevents.in/s/rs:fill:500:250/g:sm/sh:100/aHR0cHM6Ly9jZG4tYXouYWxsZXZlbnRzLmluL2V2ZW50czIvYmFubmVycy80NmEyYTE5ZDFlOTZhNGNkNzQ0OWUyMGNiNWVkZDMxZTg3ZmRhZTI2Y2RlMjk5YzNhNGM4M2Y3YjMxNmRlM2IxLXJpbWctdzcyMi1oNzIyLWRjZmZmZmZmLWdtaXI_dj0xNzYyMDI4NDg4.avif)






