SKÖMMIN sem LEIÐARLJÓS TIL FRELSIS
Schedule
Sat, 20 Sep, 2025 at 09:00 am to Mon, 22 Sep, 2025 at 09:00 pm
UTC+00:00Location
Skipasund 38 Reykjavík | Reykjavík, RE
Advertisement
Hvað ef SKÖMMIN er vinur í dulargervi? Skömm er tilfinning sem öllum finnst óþægileg, jafnvel óbærileg og því læsum við hana djúpt í undirmeðvitund okkar. Fíknir, erfið samskipti, ofbeldi, þunglyndi, sjálfsskaði, vanmáttur og kvíði eru á meðal afleiðinga þessa feluleiks og skapa vítahring. En eins og aðrir skuggar þá eltir skömmin okkur þar til ljósið nær að upplýsa hana; og sem betur fer því þessi tilfinning getur leitt til innri friðar og frelsis, ef við þorum að kíkja af einlægni inn á við. Í hugleiðslu með THE WORK skoðum við skömmina; hugsanir, trú og mynstur sem henni fylgja og hindra hamingju. Skömmin fær að vera okkar leiðarljós á þessu einstaka námskeiði. Þátttakendur munu læra heilandi orkuæfingar og njóta hugleiðslu með tónskálum frá Tíbet.
The Work er aðferð sem er þróuð af Byron Katie höfund bókarinnar Loving What Is. Rannóknir sýna að hún gagnast vel og er hún því notuð í heilbrigðiskerfum víða um heim. Hún er kröftug og heilar hugann á skjótan hátt. Allir með opinn huga geta gert The Work, www.thework.com
The Work er einfalt og magnað model sem skapar FRIÐ og FRELSI. Allir með opinn huga geta notað það – hvar og hvenær sem er!
Streituhugsun sem við finnum að við trúum er einangruð og krufin til mergjar í hugleiðslu þ.e. við förum inn á við og HLUSTUM. Nýr sannleikur birtist okkur sem kveikir á djúpum kærleika; margir kalla þetta hina einu sönnu uppljómun!
Aðferðin byggir á fjórum spurningum og viðsnúningi á hugsun.
1. Er það satt ? (sem ég trúi)
2. Get ég verið 100% viss um að það sé satt?
3. Hvernig bregst ég við þegar ég trúi að það sé satt?
4. Hver væri ég án hugsunarinnar?
Hugsuninni er síðan snúið við á þrennan hátt:
1. Gagnvart sjálfri mér
2. Gagnvart öðrum
3. Í andstöðu sína – þ.e. mótsögn
TW sýnir okkur oft hvar og hvernig gömul hugsanamynstur urðu til, eins og „ég er ekki nógu góð“ „hann þolir mig ekki“ „heimurinn er vondur“ „Ég er fyrir öðrum“ o.þ.h.
Allar hugsanir sama hversu skrítnar og erfiðar þær eru eru ‚sammannlegar‘ og í raun gagnlegar til að leiða okkur að meiri kærleika. Þegar við sjáum að við erum hvorki hugsanir okkar né tilfinningar þá breytist líðan okkar og samskipti við okkur sjálf og aðra. ‚Helvíti‘ sem býr í huganum getur jú auðveldlega breyst í himnaríki!
Mikil áhersla er lögð á hlýju, öryggi og traust á námskeiðinu sem fer fram í litlum hópi fólks í notalegu umhverfi undir leiðsögn Helgu.
Helga Birgisdóttir, einnig þekkt sem Gegga er andlegur heilsumarkþjálfi með mikla ástríðu, reynslu, og menntun. Hún er frumkvöðull SMILER www.smiler.is, hjúkrunarfræðingur með sérþekkingu á geðsviði, ljósmóðir, NLP markþjálfi og meðferðaraðili, NADA nálastungumeðferðaraðili og myndlistakona, www.gegga.is Helga hefur lært IFS partavinnu, Energy healing og Ancient healing í Nepal. Hún er löggildur leiðbeinandi í The Work og er löggildur SCHH dáleiðari.
Eckhart Tolle (höf. Mátturinn í núinu) segir:
“The root cause of suffering is our identification with our thoughts. The Work is a rasor sharp sword that cuts througt the illusion and enables you to know for yourself the timeless essence of your being.”
TÍMI 20. – 22. september. Laugardag og sunnudag kl 9 -16, mánudag kl 17 - 21
STAÐUR Skipasund 38 Reykjavík
VERÐ kr 49.000, 3000 kr afsláttur ef skráð er fyrir 1. september.
Innifalið; námskeiðsgögn, kaffi, te . . . og auðvitað súkkulaði!
Þátttakendur eru hámark 8
SKRÁNING [email protected] og s. 8980778
STAÐFESTINGARGJALD kr 10.000 (óafturkræft)
UMMÆLI þátttakenda af námskeiðum og einkatímum hjá Helgu:
"Gef námskeiðinu hæstu einkunn. Mögnuð reynsla þegar Helga leiddi mig í gegnum The Work og ég upplifði orkuna/hugljómun. Að lesa upp skömmina mína var hryllilega erfitt, en það kom mér á óvart, í byrjun hefði ég ekki trúað að ég myndi gera það."
„Ég er mjög ánægð með námskeiðið. The Work er eitthvað sem ég get pottþétt nýtt mér til að heila mig og öðlast frelsi. Námskeiðið stóðst algerlega væntingar og meira til. Ég kom til að fá verkfæri til að nýta mér en fékk líka fullt af öðru og svo var líka svo gaman. Fjölbreytt og skemmtilegt. Get alveg hugsað mér að fara dýpra í The Work.“
„Opnaði hjarta mitt og hjálpaði mér að heila gamalt sár. Aðferðin The Work er frábær. Helga er gefandi leiðbeinandi.“
„Fékk nýja sýn á lífið og tilveruna. Lærði að meta vegferð annarra og skilja þjáningu annarra. Losnaði við streituhugsun sem heltók líf mitt. Lærði að allt er eins og það á að vera. Námskeiðið fór fram úr mínum væntingum.“
„Einstakt námskeið til að öðlast frið og frelsi fyrir hugsunum sem flögra svo oft með mann út og suður undir handleiðslu fagmanns.“
„Meiriháttar flott og mjög gagnlegt námskeið sem ég mæli 100% með. Helga hefur mjög góða og afslappaða nærveru og er algjör reynslubolti og nær alltaf að sýna nýjan vinkil/sannleika á hlutunum.“
„Mjög árangusrík leið til streitulosunar. Eins gott námskeið og vel gert og hægt er.“
Advertisement
Where is it happening?
Skipasund 38 Reykjavík, Skipasund 38, 104 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays: