Mannréttindamorgnar - Mannréttindaskrifstofa Íslands
Schedule
Thu, 13 Nov, 2025 at 09:30 am
UTC+00:00Location
Mannréttindahúsið | Reykjavík, RE
Advertisement
Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri nýrrar Mannréttindastofnunar Íslands, kemur í Mannréttindahúsið og ræðir hlutverk hennar og framtíð á mannréttindamorgni 13. nóvember. Heitt á könnunni frá klukkan 9:30 og viðburður hefst klukkan 10:00.Margrét á að baki langan feril sem stjórnandi stofnana sem vinna að aukinni velferð borgaranna, meðal annars gengdi hún starfi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, var Umboðsmaður barna og forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón og heyrnaskerðingu. Hún lauk embættisprófi í lögfræðingi frá Háskóla Íslands, kennsluréttindanámi frá Háskólanum á Akureyri og MBA gráðu frá University of the Highlands and Islands í Skotlandi með áherslu á mannréttindi.
Mannréttindastofnun Íslands er sjálfstæð stofnun sem tók til starfa þann 1. maí 2025 sl. og starfar á vegum Alþingis samkvæmt lögum nr. 88/2024. Meginhlutverk stofnunarinnar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi.
Advertisement
Where is it happening?
Mannréttindahúsið, Sigtún 42,Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays:
Know what’s Happening Next — before everyone else does.











