John Maus - Extreme Chill Festival 2025
Schedule
Sat, 06 Sep, 2025 at 08:00 pm
UTC+00:00Location
Húrra | Reykjavík, RE
Advertisement
Bandaríski tónlistarmaðurinn John Maus kemur fram í fyrsta sinn á Íslandi og býður tónleikagestum upp á einstaka tónleika þar sem tilraunakennd raftónlist og óvæntir hljóðheimar mætast. Plata hans frá 2011 We Must Become The Pitiless Censors Of Ourselves sló í gegn og er nú talin tímamótaverk í tilraunapoppi. Í kjölfarið tók Maus hlé frá tónlistinni og lauk síðan doktorsgráðu í stjórnmálaheimspeki ásamt því að hanna eigin hljóðgerfil áður en hann sneri aftur með plötunni Screen Memories árið 2017. Þar blönduðust saman heimsendastemning, kaldhæðinn húmor og stórfenglegt 80’s syntha-hljóð í einni áhrifaríkustu plötu hans til þessa.
Tónleikarnir á Íslandi verða hluti af væntanlegri tónleikaferð þar sem hann snýr aftur til lifandi flutnings – eitthvað sem hefur vakið mikla eftirvæntingu meðal aðdáenda víða um heim.
Tónleikar með John Maus eru sjaldgæf upplifun – hrífandi, ögrandi og ógleymanleg.
Ekki láta þennan einstaka viðburð fram hjá þér fara – tryggðu þér miða!
https://www.midix.is/is/john-maus-extreme-chill-festival-06-sep-2025/eid/682
Advertisement
Where is it happening?
Húrra, Tryggvagata 22, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays: