Hróðmar Sigurðsson og Ingibjörg Turchi - Útgáfutónleikar +1

Schedule

Fri, 21 Nov, 2025 at 08:00 pm

UTC+00:00

Location

IÐNÓ | Reykjavík, RE

Advertisement
Þann 21. nóvember næstkomandi verða haldnir útgáfutónleikar plötunnar ,,+1” sem kom út á vegum Reykjavík Record Shop þann 23. júlí síðastliðinn.
Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er miðaverð 5.990 kr. Afsláttur fyrir nema, öryrkja og eldri borgara.
Á tónleikunum verða leikin lög af nýútkominni plötu í bland við eldra efni þeirra Hróðmars og Ingibjargar.
Fram koma:
Hróðmar Sigurðsson: Rafgítar / Pedal Steel
Ingibjörg Elsa Turchi: Rafbassi
Magnús Trygvason Eliassen: Trommur

Tómas Jónsson mun hefja leika á tónleikunum með því að leika eigið efni af nýútkominni plötu.

Frekari upplýsingar:

Hróðmar og Ingibjörg eiga áralangt samstarf að baki og hafa spilað fjöldann allan af tónleikum saman á síðustu árum. Þau hafa leikið inn á plötur hvors annars og var því tímabært að þau sameinuðu krafta sína í dúó plötu og kom hún út á vínyl á vegum Reykjavík Record Shop þann 23. júlí síðastliðinn. Platan er einnig fáanleg á helstu streymisveitum. Þann 21. nóvember verður útgáfunni fagnað og blásið verður til tónleika í Iðnó þar sem tónlistin af plötunni verður leikin ásamt eldri verkum þeirra Ingibjargar og Hróðmars.

Bassaleikarinn og tónskáldið Ingibjörg Elsa Turchi (1988) hefur verið afar sýnileg í íslensku tónlistarlífi sl.ár og hefur komið fram með mörgum af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar, svo sem Emilíönu Torrini, Bubba Morthens, Stuðmönnum og Teiti Magnússyni, bæði á tónleikum og upptökum. Meðal fleiri samstarfsaðila má nefna Röggu Gísla, Mikael Mána, Skuggamyndir frá Býsans, Hróðmar Sigurðsson og Soffíu Björgu, svo fátt eitt sé nefnt. Hún hefur einnig samið verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og Stórsveit Reykjavíkur og tekið þátt í verki Ragnars Kjartanssonar, Kona í e-moll, í Listasafni Reykjavíkur. Hún hefur leikið á bassa í hljómsveitum í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu og verið í húsbandi Idol-stjörnuleitar á Stöð 2.

Ingibjörg gaf út stuttskífuna Wood/Work árið 2017 þar sem rafbassinn var í aðalhlutverki. Í júlí 2020 gaf Ingibjörg svo út sína fyrstu plötu í fullri lengd, Meliae. Hlaut platan titilinn Plata ársins í Djassflokki á Íslensku tónlistarverðlaununum 2021 og tilnefningu til Hyundai Nordic Music Prize sama ár. Árið 2023 kom út hennar seinni plata í fullri lengd, Stropha. Hún fékk 4 stjörnur hjá Heimildinni, var á flestum árslistum 2023 og fékk tilnefningu á Íslensku tónlistarverðlaununum í flokknum Upptökustjórn ársins.
Hróðmar Sigurðsson lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla FÍH 2017 og verið að starfa sem tónlistarmaður síðan þá. Hann gaf út plötuna ,,Hróðmar Sigurðsson” árið 2021 og hlaut mikið lof fyrir, hljómsveit hans var tilnefnd sem tónlistarflytjandi ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum og var hann einnig valin sem ,,bjartasta vonin” í jazz og blús tónlist það sama ár. Hróðmar hefur leikið inn á plötur með Ingibjörgu Turchi, Teiti Magnússyni, Benna Hemm Hemm ofl. Hróðmar skrifaði tónverkið ,,Vík” fyrir Stórsveit Reykjavíkur vorið 2025 og var það frumflutt á tónleikum sama ár í Hörpu.

Tómas Jónsson hefur farið víða í íslensku tónlistarlífi. Hann útskrifaðist frá tónlistarskóla FÍH 2012. Hljómsveitir og samstarfsaðilar Tómasar eru AdHd, Jónas Sigurðsson, Júníus Meyvant, ásamt eigin hljómsveitum sem koma fram í hans nafni og spila hans tónlist.
Tómas gaf út sína fyrstu hljómplötu í eigin nafni árið 2016 og hlaut hún tilnefningu sem plata ársins í opnum flokki á íslensku tónlistarverðlaununum í framhaldinu.

Aðrir samstarfsaðilar Tómasar eru Sigríður Thorlacius, Sigurður Guðmundsson, Jóel Pálsson, Hjálmar, Ham, Magga Stína, svo fáeinir séu nefndir.
Advertisement

Where is it happening?

IÐNÓ, Vonarstræti 3, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Event Location & Nearby Stays:

Icon
Know what’s Happening Next — before everyone else does.
I\u00d0N\u00d3

Host or Publisher IÐNÓ

Ask AI if this event suits you:

Discover More Events in Reykjavík

Umbra: S\u00f6gur, s\u00f6ngur og hringr\u00e1s t\u00edmans
Thu, 20 Nov at 08:00 pm Umbra: Sögur, söngur og hringrás tímans

Grundarstígur 10, 101 Reykjavík, Iceland

J\u00f6klar \u00e1 hverfanda hveli - haustr\u00e1\u00f0stefna 2025
Fri, 21 Nov at 09:00 am Jöklar á hverfanda hveli - haustráðstefna 2025

Askja - Náttúrufræðahús

A\u00f0ventufer\u00f0 \u00ed H\u00f3lask\u00f3g
Fri, 21 Nov at 06:00 pm Aðventuferð í Hólaskóg

Mjódd

Hilmar Sigur\u00f0sson: Mannkyni\u00f0 og svartir logar \u00f6rlaganna
Fri, 21 Nov at 07:00 pm Hilmar Sigurðsson: Mannkynið og svartir logar örlaganna

Ingólfsstræti 22, 101 Reykjavík, Iceland

20 \u00c1RA AFM\u00c6LI MJ\u00d6LNIS
Sat, 22 Nov at 10:30 am 20 ÁRA AFMÆLI MJÖLNIS

Flugvallarvegur 3-3a, 101 Reykjavík, Iceland

S\u00f6ngl\u00f6g Sveinbj\u00f6rns Sveinbj\u00f6rnssonar \/ Listah\u00e1sk\u00f3li \u00cdslands \u00ed Hallgr\u00edmskirkju
Sat, 22 Nov at 02:00 pm Sönglög Sveinbjörns Sveinbjörnssonar / Listaháskóli Íslands í Hallgrímskirkju

Hallgrímstorg 1, 101 Reykjavík, Iceland

MUSIC ENTERTAINMENT
Sj\u00e1lfbo\u00f0ali\u00f0afer\u00f0 2026
Sat, 22 Nov at 02:00 pm Sjálfboðaliðaferð 2026

Bolholti 6, 2. hæð, 105 Reykjavík, Iceland

Svanur B. Annasson: Hver er \u00fe\u00e1 hin andlega \u00feekking?
Sat, 22 Nov at 03:00 pm Svanur B. Annasson: Hver er þá hin andlega þekking?

Ingólfsstræti 22, 101 Reykjavík, Iceland

ALLRAHEILAGRAMESSA \/ All Saints' Day \/ Kodaly \u2013 Missa brevis
Sun, 02 Nov at 05:00 pm ALLRAHEILAGRAMESSA / All Saints' Day / Kodaly – Missa brevis

Hallgrímstorg 1, 101 Reykjavík, Iceland

MUSIC ENTERTAINMENT
\u00de\u00f3rd\u00eds Ger\u00f0ur
Sun, 02 Nov at 08:00 pm Þórdís Gerður

IÐNÓ

T\u00f3nlistar stund fyrir yngstu b\u00f6rnin 0-3 \u00e1ra
Tue, 04 Nov at 10:30 am Tónlistar stund fyrir yngstu börnin 0-3 ára

Sæmundargata 11, 101 Reykjavík, Iceland

CONCERTS MUSIC
Horfum til himins - S\u00f6ngdeild F\u00cdH hei\u00f0rar N\u00ddD\u00d6NSK
Tue, 04 Nov at 08:00 pm Horfum til himins - Söngdeild FÍH heiðrar NÝDÖNSK

Rauðagerði 27, 108 Reykjavík, Iceland

MUSIC ENTERTAINMENT
Uppr\u00e1sin | K.\u00d3la, MOTET og Turturi
Tue, 04 Nov at 08:00 pm Upprásin | K.Óla, MOTET og Turturi

Austurbakki 2, 101 Reykjavík, Iceland

MUSIC ENTERTAINMENT
K\u00cdT\u00d3N kynnir: \u00d3mstr\u00edtt: Jafnr\u00e9tti kynjanna og t\u00f3nlist
Wed, 05 Nov at 03:00 pm KÍTÓN kynnir: Ómstrítt: Jafnrétti kynjanna og tónlist

Austurstræti 5, 101 Reykjavík, Iceland

MUSIC BUSINESS
Elskum Pl\u00f6tub\u00fa\u00f0ir - Iceland Airwaves off venue
Wed, 05 Nov at 03:30 pm Elskum Plötubúðir - Iceland Airwaves off venue

Miðbær Reykjavíkurborgar

MUSIC ENTERTAINMENT
Hap\u00e9 & Sananga ceremony with concert
Wed, 05 Nov at 06:00 pm Hapé & Sananga ceremony with concert

Eden Yoga

MUSIC ENTERTAINMENT
Ingi Bjarni kvintett \u00e1 M\u00falanum
Wed, 05 Nov at 08:00 pm Ingi Bjarni kvintett á Múlanum

Harpa Concert Hall and Conference Centre, 101 Reykjavík, Iceland

MUSIC ENTERTAINMENT
T\u00f3nab\u00ed\u00f3 IA Off Venue: FRUM (FO) \/ \u00cdvar Klausen (IS) \/ Sunna Margr\u00e9t (IS)
Thu, 06 Nov at 03:30 pm Tónabíó IA Off Venue: FRUM (FO) / Ívar Klausen (IS) / Sunna Margrét (IS)

Skipholt 33, 105 Reykjavík, Iceland

ART CONCERTS
ARIST\u00d3KRAS\u00cdA (a.k.a. \u00dalfur Eldj\u00e1rn) - with special guest ROUKIE (FR)
Thu, 06 Nov at 04:00 pm ARISTÓKRASÍA (a.k.a. Úlfur Eldjárn) - with special guest ROUKIE (FR)

Smekkleysa Plötubúð

ENTERTAINMENT MUSIC

What's Happening Next in Reykjavík?

Discover Reykjavík Events