Kona forntónlistarhátíð: Til þín María
Schedule
Sun, 12 Oct, 2025 at 02:00 pm
UTC+00:00Location
Suðurgata 41, 102 | Reykjavík, RE
Advertisement
Forntónlistarhátíðin Kona verður haldin í fjórða sinn í október og að þessu sinni á Þjóðminjasafni Íslands. Að hátíðinni stendur Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk, í samstarfi við Þjóðminjasafnið og styrkt af Tónlistarsjóði. Hátíðin samanstendur af þrenum tónleikum og leiðsögnum um grunnsýningu safnsins „Þjóð verður til“. Ólíkir munir og saga verða í brennidepli á hverjum viðburði. Flutt verður tónlist eftir konur sem brutust út úr hefðbundnum hlutverkum síns tíma til þess að sinna list sinni. Leiðsögnin hefst í anddyri safnsins kl. 14 og verða tónleikar haldnir á 2. hæð að henni lokinni.
Gestir greiða einungis hefðbundinn aðgangseyri að safninu á viðburði hátíðarinnar. Aðgangur að safninu er ígildi árskorts og geta gestir því hlýtt á alla viðburði hátíðarinnar fyrir eitt verð.
Til þín María
Til þín, María er dagskrá þar sem María guðsmóðir birtist áheyrendum í listsköpun, tónum og tali. Innblástur sýningarinnar er bók Elsu E. Guðjónsson Með verkum handanna sem Þjóðminjasafn Íslands gaf út árið 2023. Í bókinni er fjallað sérstaklega um Maríuklæðið frá Reykjahlíð frá 15.öld sem varðveitt er á þjóðminjasafni Dana í Kaupmannahöfn auk fornra listaverka tengd Maríu sem varðveitt eru á Þjóðminjasafni Íslands. Lesið verður úr íslensku handriti Maríusögu frá 14. öld og ljóðabók Sonju B. Jónsdóttur Í myrkrinu fór ég til Maríu sem kom út árið 2023. Flutt verða fornir íslenskir Maríusöngvar og kvæði og verk eftir ítalska tónskáldið og nunnuna Isabellu Leonarda (1620-1704), þar á meðal brot úr mótettu op. 14 In te Maria, sem verður frumflutningur á Íslandi.
Flytjendur:
Diljá Sigursveinsdóttir, söngur, barokkfiðla og upplestur
Anna Hugadóttir: barokkvíóla
Sólveig Thoroddsen, barokkharpa
Sergio Coto Blanco, theorba
-----
The Kona Music Festival will be held for the fourth time in October, this time at the National Museum of Iceland. The festival is organized by the ReykjavíkBarokk Chamber Group, in collaboration with the National Museum of Iceland and the Music Fund. The festival consists of three concerts and guided tours of the museum's main exhibition "Making a nation". Different items and parts of history will be the focus of each event. The music is by women who broke away from the traditional roles of their time.
The guided tour will begin in the museum's lobby at 2 pm and will be followed by a concert on the 2nd floor. The tour will be in Icelandic.
Guests only pay the regular admission fee to the museum during the festival events. Admission to the museum is equivalent to an annual pass, so guests can enjoy all the festival events for one price.
To you Maria
To you Maria is a program in which Mary the Mother of God appears to the audience in art, music and speech. The exhibition is inspired by Elsa E. Guðjónsson's book Creative hands, published by the National Museum of Iceland in 2023. The book specifically discusses the 15th-century Mary Shroud from Reykjahlíð, which is preserved at the National Museum of Denmark in Copenhagen, as well as ancient works of art related to Mary, which are preserved at the National Museum of Iceland. There will be readings from the Icelandic manuscript of the Mary Saga from the 14th century and Sonja B. Jónsdóttir's book of poems In the Dark I Went to Maria which was published in 2023. Ancient Icelandic Marian songs and poems and works by the Italian composer and nun Isabella Leonarda (1620-1704) will be performed, including excerpts from a motet op. 14 In te Maria, which will be premiered in Iceland.
Performers:
Diljá Sigursveinsdóttir, vocals, baroque violin and recital
Anna Hugadóttir, baroque viola
Sólveig Thoroddsen, baroque harp
Sergio Coto Blanco, theorbo
Advertisement
Where is it happening?
Suðurgata 41, 102, Suðurgata 41, 102 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays: