FIRST LEGO League keppnin 2025
Schedule
Sat, 08 Nov, 2025 at 01:00 pm
UTC+00:00Location
Háskólabíó | Reykjavík, RE
Advertisement
Stóra Legokeppni grunnskólanna, FIRST® LEGO® League Ísland, fer fram í Háskólabíói laugardaginn 8. nóvember og munu 19 lið úr grunnskólum víðsvegar af landinu taka þátt!Í ár fögnum við 20 ára afmæli FIRST® LEGO® League Ísland með stórglæsilegri keppni og dagskrá fyrir alla fjölskylduna!
Þema ársins er „uppgröftur“ (e. UNEARTHED) og munu liðin í FIRST® LEGO® League nota aðferðir STEM greina (vísindi, tækni, verkfræði og stærðfræði) og vinna saman að því að afhjúpa nýjar upplýsingar um okkur og samfélög okkar, allt til að byggja betri heim.
Keppnin stendur yfir frá um kl 9.30 um morguninn en í boði verður síðan fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna sem hefst kl. 13:00.
Vísindasmiðja Háskóla Íslands mun leiða gesti á öllum aldri inn í töfraheim vísindanna. Fornleifafræði HÍ og Árnastofnun bjóða upp á smiðjur, fræði og fjör og gestir eru hvattir til að spreyta sig á einföldum legóþrautum og grafa eftir gersemum í jörðu!
Einnig verður sýnt frá keppninni í streymi – nánari upplýsingar síðar.
Verið öll hjartanlega velkomin í Háskólabíó að fylgjast með æsispennandi keppni og taka þátt í skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Advertisement
Where is it happening?
Háskólabíó, Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays:
Know what’s Happening Next — before everyone else does.







