Carol - Jólapartísýning!
Schedule
Sun, 21 Dec, 2025 at 07:00 pm
UTC+00:00Location
Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland | Reykjavík, RE
Við ætlum að halda upp á sunnudaginn 21. desember saman á sannkallaðri jólapartísýningu á Carol!
Þau sem vita, vita. Myndin gerist árið 1952 í New York og segir sögu Therese Belivet, ungrar konu sem er upprennandi ljósmyndari, og sambandi hennar við Carol Aird, eldri konu sem er að ganga í gegnum erfiðan skilnað.
Þær hittast fyrst þegar Therese aðstoðar Carol að kaupa jólagjöf handa dóttur sinni en neisti kviknar sem reynist erfitt að slökkva. Carol er byggð á skáldsögunni The Price of Salt eftir Patriciu Highsmith, lykilbók í hinsegin bókmenntasögunni.
Myndinni er leikstýrt af Todd Haynes og skartar þeim Cate Blanchett og Rooney Mara í aðalhlutverkum. Sarah Paulson fer með hlutverk Abby Gerhard, nágranna og vinkonu Carol.
Myndin var tilnefnd til sex Óskarsverðlauna þar á meðal fyrir bestu leikkonuna, bestu aukaleikkonuna, bestu búningahönnunina og bestu tónlistina.
Where is it happening?
Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland, Hverfisgata 54, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland
Know what’s Happening Next — before everyone else does.









