Birta myrkursins

Schedule

Wed Oct 08 2025 at 05:00 pm to 05:30 pm

UTC+00:00

Location

Hamraborg 6A, 200 Kópavogur, Iceland | Kopavogur, GU

Advertisement
Birta myrkursins heitir ljóða- og tónlistarsyrpa sem Kristín Lárusdóttir sellóleikari og skáldið Anton Helgi Jónsson flytja 8. október á Bókasafni Kópavogs.
Syrpan tekur hálftíma í flutningi og skiptist í átta stutta þætti þar sem Kristín og Anton Helgi tvinna saman orðum og tónum. Textarnir eru úr ljóðabálknum ,,Ég hugsa mig" sem Anton sendi frá sér í fyrra en tónlistina hefur Kristín unnið á þessu og síðasta ári.
Anton Helgi Jónsson hefur fengist við ljóðagerð af ýmsu tagi um hálfrar aldar skeið. Ég hugsa mig, ljóðabálkurinn sem dagskráin snýst um, fékk tilnefningu til íslensku ljóðabókaverðlaunanna vorið 2025.
Kristín Lárusdóttir hefur fengist við sellóleik og kennslu í fjölda ára. Hún hefur einnig samið tónlist og gefið út á geisladiskum. Sá nýjasti, Kría, kom út árið 2023. Von er á nýjum diski í vetur.
Frítt er inn á viðburðinn og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.
Birta myrkursins — ljóða- og tónlistarsyrpa í átta þáttum þar sem margvíslegar þversagnir birtast á ólíkum stöðum og kalla hlébarða til vitnis með ýmsum hætti.
Atriðaskrá:
1. þáttur. Í heilsugæslunni, læknir hlustar, biðstofa, tímarit; áfergja og hófsemi.
2. þáttur. Verndarsvæði í Afríku, dauðaþögn, mennirnir óhræddir; hroki og auðmýkt.
3. þáttur. Strönd á úthafseyju, skipreika menn, framandi hugmyndir; áleitni og nægjusemi.
4. þáttur. Verslunargluggi, gína, tíska, táknmynd frelsisins; önuglyndi og æðruleysi.
5. þáttur. Salur, fjölmenni, ímyndarsköpun, styrkur í felumunstri; öfund og samhugur.
6. þáttur. Lesið í ljóðabók, stafir, rimlar, reikað til og frá um búr; sinnuleysi og áhugi.
7. þáttur. Biðstofa, tímarit, tákn lífs og unaðar, fulltrúi dauðans; unaður og siðsemi.
8. þáttur. Dýragarður, miðasali staldrar við hjá búri; frelsi og búr.
Advertisement

Where is it happening?

Hamraborg 6A, 200 Kópavogur, Iceland, Hamraborg 6A, 200 Kópavogsbær, Ísland, Kopavogur, Iceland

Event Location & Nearby Stays:

B\u00f3kasafn K\u00f3pavogs

Host or Publisher Bókasafn Kópavogs

It's more fun with friends. Share with friends

Discover More Events in Kopavogur

Skandinavia
Thu, 09 Oct at 08:00 am Skandinavia

Salurinn Tónlistarhús

Gu\u00f0r\u00fan Gunnars - Skandinavia
Thu, 09 Oct at 08:00 pm Guðrún Gunnars - Skandinavia

Hamraborg 6, 200 Kópavogur, Iceland

Lj\u00f3sabor\u00f0 og segulkubbar
Fri, 10 Oct at 04:00 pm Ljósaborð og segulkubbar

Garðatorg 7, 210 Garðabær, Iceland

KENNARAN\u00c1MSKEI\u00d0 - Bandvefsnudd og hreyfif\u00e6rni
Sat, 11 Oct at 09:30 am KENNARANÁMSKEIÐ - Bandvefsnudd og hreyfifærni

Happy Hips

HEALTH-WELLNESS
Gl\u00e6\u00f0um s\u00f6gurnar l\u00edfi
Sat, 11 Oct at 01:00 pm Glæðum sögurnar lífi

Bókasafn Kópavogs

Havanabl\u00fas T\u00f3masar R.
Sat, 11 Oct at 08:00 pm Havanablús Tómasar R.

Hamraborg 6, 200 Kópavogur, Iceland

What's Happening Next in Kopavogur?

Discover Kopavogur Events