Aðalfundur Meistaradeild Topreiter og Ungmenna
Schedule
Tue, 23 Sep, 2025 at 08:00 pm
UTC+00:00Location
Hestamannafélagið Sprettur | Kopavogur, GU
Advertisement
Meistaradeild Ungmenna 2026Stjórn Meistaradeildar Ungmenna boðar til aðalfundar Meistaradeild Ungmenna 2026.
Fundurinn verður þriðjudaginn 23. September 2025 í veislusal Spretts í Kópavogi og hefst
fundurinn kl 20.00.
Á fundinum verður farið yfir starfsárið á liðnu keppnistímabili og breytingar kynntar fyrir starfsárið 2026 og hvort hugmyndir eða óskir séu á frekari breytingum varðandi deildina.
Í framhaldinu verður svo opnað fyrir skráningu á liðum í deildina.
Eftirfarandi eru dagsetningar fyrir keppnistímabilið 2026:
1. Fjórgang: 7. Febrúar 2026
2. Fimmgangur: 1. Mars 2026
3. Gæðingafimi: 13. Mars 2026
4. Slaktaumatölt: 26. Mars 2026
5. Tölt: 12. Apríl 2026
6. Skeiðgreinar: Apríl 2026
Þær breytingar sem verða starfsárið 2026 er að Fjórgangur og Slaktaumatölt verða haldnar í
Sprett í Kópavogi, Fimmgangurinn og Töltið verða haldið í Sörla í Hafnarfirði og Gæðingafimin
verður haldin í Herði í Mosfellsbæ. Skeiðgreinarnar verða haldnar utandyra og nánar ákveðið af
komandi stjórn.
Á fundinum mun stjórn leggja til að hámarks fjöldi liða verði 13 lið. Mun stjórnin óska efir
keppnisárangri umsækjanda keppnistímabilið 2025.
Gjaldið 2025 fyrir hvert lið var 180.000,-
Á aðalfundinum verður ákveðið hvert gjaldið verður fyrir 2026.
Á fundinum verður farið yfir þessi mál og ýmis önnur sem snúa að deildinni. Við hvetjum því
knapa og forráðamenn til að mæta til að segja sína skoðun.
Óskum við eftir að þeir knapar sem
ætla að taka þátt 2026 mæti á fundinn, þó svo að liðin séu jafnvel ekki fullmönnuð ennþá.
Á fundinum verður valið í stjórn fyrir starfsárið 2026.
Hvetjum alla áhugasama til að mæta
Stjórn Meistaradeildar Ungmenna
Advertisement
Where is it happening?
Hestamannafélagið Sprettur, Heimsendi,Kópavogur, Kopavogur, IcelandEvent Location & Nearby Stays: