Warmland í Iðnó 11.október 2025
Schedule
Sat, 11 Oct, 2025 at 08:00 pm
UTC+00:00Location
IÐNÓ | Reykjavík, RE
Advertisement
Í fyrsta sinn síðan 2019 heldur hljómsveitin Warmland tónleika hérlendis og í þetta sinn í Iðnó, laugardaginn 11. október næstkomandiWarmland samanstendur af tvíeykinu Arnari Guðjónssyni og Hrafni Thoroddsen og var stofnuð þegar þeir félagar túruðu um Kína með hljómsveitinni Bang Gang. Kveikjan að stofnun hljómsveitarinnar varð til út frá sameiginlegum áhuga þeirra á poppi og raftónlist og brúnni þar á milli. Sveitin er þekkt fyrir að leggja upp úr sjónrænni upplifun á tónleikum og tengingu á milli þess hljóðræna og myndræna.
Eftir Warmland liggja plöturnar Unison Love (2019), sem inniheldur m.a. samnefnda lagið Unison Love og Overboard, Modular Heart (2023) ásamt stuttskífunni Drops sem inniheldur fjögur lög og kom út fyrr á árinu. Lög eins og Superstar Minimal, The Very End of the End og My House eru dæmi um nýleg lög sem fengið hafa töluverða spilun hérlendis og erlendis, en nú leggur bandið drög að útgáfu nýrrar plötu sem kemur út á næstu misserum.
Aðdáendur Warmland mega búast við lögum úr öllum áttum, bæði áður útgefnu og nýju efni sem heyrist í fyrsta sinn á sviðinu. Arnar Gíslason og Guðni Finnsson verða svo drengjunum til halds og trausts ásamt meistaradeildinni í hljóði og ljósum.
Tryggðu þér miða í tæka tíð á þennan einstaka viðburð!
18 ára aldurstakmark
Advertisement
Where is it happening?
IÐNÓ, Vonarstræti 3, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays: