Vísindavaka 2025
Schedule
Sat Sep 27 2025 at 12:00 pm to 05:00 pm
UTC+00:00Location
Laugardalshöll | Reykjavík, RE
Advertisement
Nánari upplýsingar: https://www.visindavaka.is/vidburdir/visindavaka/Vísindavaka 27. september 2025 í Laugardalshöll
Á Vísindavöku geta gestir rölt um sýningarsvæðið sjálft sem er miðpunktur Vísindavöku, spjallað við vísindafólk og fræðst um rannsóknir þess.
Rannís skipuleggur Vísindavöku á Íslandi í samstarfi við íslenska háskóla og stofnanir en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu síðustu helgina í september undir heitinu European Researchers' Night.
Á Vísindavöku kynnir vísindafólk frá háskólum, stofnunum og fyrirtækjum rannsóknaverkefni sín fyrir almenningi á lifandi og skemmtilegan hátt á fjölda sýningarbása.
Gestir fá að skoða og prófa ýmis tæki og tól sem notuð eru við rannsóknir, skoða afurðir verkefna og spjalla við vísindafólkið sjálft um hvernig er að starfa að vísindum, rannsóknum og nýsköpun.
Fjölskyldan er í fyrirrúmi á Vísindavöku og gefst þar kjörið tækifæri til að kynna heim vísindanna fyrir ungum sem öldnum.
Allar vísindagreinar eru kynntar á Vísindavöku.
Öll velkomin - Aðgangur ókeypis
Við hlökkum til að sjá ykkur öll á Vísindavöku 27. september í Laugardalshöllinni.
Advertisement
Where is it happening?
Laugardalshöll, Isorka, 104 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays: