Vilhjálmur Vilhjálmsson 80 ára - Aukatónleikar!

Schedule

Sat, 04 Oct, 2025 at 04:00 pm

UTC+00:00

Location

Harpa Concert Hall | Reykjavík, RE

Advertisement
AÐRIR AUKATÓNLEIKAR VEGNA MIKILLAR EFTIRSPURNAR!
Söngvarinn ástsæli Vilhjálmur Vilhjálmsson fæddist 11. apríl árið 1945 og hefði því orðið áttræður. Fólk man ljúfa tenórrödd þessa vinsæla dægurlagasöngvara og það sem meira er, ungt fólk sem fætt er löngu eftir fráfall Vilhjálms dáir lögin sem hann gerði að sínum með persónulegum og áreynslulausum söngstíl. Mörg lög lifa enn í minningunni hátt í fimmtíu árum eftir að þau komu út, svo sem Lítill drengur, Bíddu pabbi, Þú átt mig ein og Söknuður svo að örfá séu nefnd.
Vegna mikillar eftirspurnar verða tónleikarnir endurteknir laugardaginn 4. október kl. 16:00 og 20:00 í Eldborg.
Friðrik Ómar syngur lög Vilhjálms ásamt gestum og stórhljómsveit undir stjórn Karls. O. Olgeirssonar.
Hópabókanir, 20 manns og fleiri, sendist á [email protected]
Um Vilhjálm Vilhjálmsson
Vilhjálmur hóf söngferil sinn með hljómsveitinni Busabandinu árið 1961 þegar hann var við nám við Menntaskólann á Akureyri. Fram að þeim tíma hafði hann ekki mikla trú á tónlistarhæfileikum sínum og stefndi ekki á frama á því sviði. Vilhjálmur kom þó úr mikilli tónlistarfjölskyldu. Hann var yngstur fimm systkina og ólst upp á Merkinesi í Höfnum á Suðurnesjum. Faðir hans, Vilhjálmur Hinrik Ívarsson, var þekktur harmonikuleikari og söngmaður en eldri systir hans var, eins og alþjóð veit, söngkonan Elly Vilhjálms.
Vilhjálmur fylgdi fyrrverandi meðlimi úr Busabandinu, Þorvaldi Halldórssyni, og fór að syngja með Hljómsveit Ingimars Eydal árið 1965, um svipað leyti og hann lauk menntaskólanámi. Hann söng inn á tvær plötur með hljómsveitinni og vann strax hylli þjóðarinnar með lögum eins og Litla sæta ljúfan góða og Vor í Vaglaskógi.
Vilhjálmur hætti í hljómsveit Ingimars Eydal og fluttist til Reykjavíkur til að hefja tannlæknanám. Hann sagði þó ekki skilið við tónlistina og vann fyrir sér með því að syngja með Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar sem lék á veitingahúsinu Röðli öll kvöld vikunnar. Vilhjálmur hætti tannlæknanáminu eftir tvö ár og helgaði sig alfarið tónlistinni.
Vilhjálmur söng inn á fjórar plötur með systur sinni Elly, sú fyrsta, Systkinin Vilhjálmur og Elly syngja saman, kom út árið 1969. Allar plöturnar nutu mikilla vinsælda og varla er til sá Íslendingur sem ekki getur raulað með jólaplötu þeirra systkina.
Eftir að hafa lokið flugnámi árið 1970 flutti Vilhjálmur til Lúxemborgar en kom þó reglulega heim í frí og söng inn á plötur. Hann gaf út sólóplötu árið 1972 sem sló rækilega í gegn. Platan innihélt vinsæl lög eins og Bíddu pabbi og Ó mín kæra vina. Árið 1976 kom svo út platan Með sínu nefi þar sem Vilhjálmur söng lög sem hann lét semja við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk. Ári síðar kom svo út platan Hana-nú, þar sem Vilhjálmur samdi alla söngtexta en fékk þekkta tónhöfunda til að semja lögin. Hana-nú geymdi meðal annarra lögin Sökunuður og Þú att mig ein. Söngferill Vilhjálms spannaði þó ekki langan tíma, en hann lést sem kunnugt er langt fyrir aldur fram í bílslysi í Lúxemborg árið 1978. Vilhjálmur lét eftir sig þrjú börn.
Advertisement

Where is it happening?

Harpa Concert Hall, Epal - Harpa og Laugavegur, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Event Location & Nearby Stays:

Fri\u00f0rik \u00d3mar

Host or Publisher Friðrik Ómar

It's more fun with friends. Share with friends

Discover More Events in Reykjavík

Baby Driver - F\u00f6studagspart\u00eds\u00fdning!
Fri, 03 Oct at 09:00 pm Baby Driver - Föstudagspartísýning!

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

PARTIES ENTERTAINMENT
Pound PRO training, Reykjav\u00edk Iceland
Sat, 04 Oct at 09:00 am Pound PRO training, Reykjavík Iceland

Heilsuklasinn

WORKSHOPS HEALTH-WELLNESS
\u00c1lfastund
Sat, 04 Oct at 10:15 am Álfastund

Hjálmaklettur Menningarhús

REYKJAV\u00cdK DEATHFEST 2025
Sat, 04 Oct at 01:00 pm REYKJAVÍK DEATHFEST 2025

IÐNÓ

MUSIC ENTERTAINMENT
Mamma \u00fearf a\u00f0 djamma 2025
Sat, 04 Oct at 07:00 pm Mamma þarf að djamma 2025

Háskólabíó

PARTIES ENTERTAINMENT
Vilhj\u00e1lmur Vilhj\u00e1lmsson 80 \u00e1ra - Aukat\u00f3nleikar!
Sat, 04 Oct at 08:00 pm Vilhjálmur Vilhjálmsson 80 ára - Aukatónleikar!

Harpa Concert Hall

S\u00c1LMURINN UM BL\u00d3MI\u00d0 - J\u00f3n Hjartarson - Frums\u00fdning
Sat, 04 Oct at 08:00 pm SÁLMURINN UM BLÓMIÐ - Jón Hjartarson - Frumsýning

Brákarbraut 13-15, 310 Borgarnes, Iceland

Reykjavik Awaits! Dive Into Its Charm with a Scavenger Hunt!
Thu, 10 Oct at 07:00 am Reykjavik Awaits! Dive Into Its Charm with a Scavenger Hunt!

Sæbraut, 101 Reykjavík, Iceland

CONCERTS MUSIC
12 T\u00f3nar Concert - Spirits in Complexity & Intelligent Instruments
Wed, 20 Aug at 05:00 pm 12 Tónar Concert - Spirits in Complexity & Intelligent Instruments

12 Tónar

ENTERTAINMENT CONCERTS
Ellen Kristj\u00e1nsd\u00f3ttir... & Hipsumhaps \u00e1 Kaffi Fl\u00f3ru
Thu, 21 Aug at 07:30 pm Ellen Kristjánsdóttir... & Hipsumhaps á Kaffi Flóru

Kaffi Flóra Garden Bistro

Franskar sumarn\u00e6tur \u00ed Sigurj\u00f3nssafni
Thu, 21 Aug at 07:30 pm Franskar sumarnætur í Sigurjónssafni

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar

Masaya Ozaki\/Hl\u00f6kk\/Hiroki Kamoshida
Thu, 21 Aug at 08:00 pm Masaya Ozaki/Hlökk/Hiroki Kamoshida

Óðinsgata 2, 101 Reykjavík, Iceland

ART ENTERTAINMENT
Jazz \u00ed Dj\u00fapinu \/\/ Osgood\/Blak\/Poulsen (DK\/FO)
Thu, 21 Aug at 08:30 pm Jazz í Djúpinu // Osgood/Blak/Poulsen (DK/FO)

Veitingahúsið Hornið

MUSIC ENTERTAINMENT
Vamp in Vik
Fri, 22 Aug at 07:00 pm Vamp in Vik

Torget

CONCERTS MUSIC
Menningarn\u00f3tt \/ Culture Night 2025 \ud83c\udf8a
Sat, 23 Aug at 10:00 am Menningarnótt / Culture Night 2025 🎊

Fríkirkjuvegur 7, 101 Reykjavík, Iceland

ART EXHIBITIONS
Menningarn\u00f3tt \u00ed Norr\u00e6na h\u00fasinu \u00ed Reykjav\u00edk 2025\/Culture night 2025
Sat, 23 Aug at 01:00 pm Menningarnótt í Norræna húsinu í Reykjavík 2025/Culture night 2025

Sæmundargata 11, 101 Reykjavík, Iceland

ART MUSIC
Opi\u00f0 h\u00fas \u00e1 Menningarn\u00f3tt - Sinf\u00f3n\u00eduhlj\u00f3msveit \u00cdslands
Sat, 23 Aug at 03:00 pm Opið hús á Menningarnótt - Sinfóníuhljómsveit Íslands

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2

MUSIC ENTERTAINMENT
Opinn gar\u00f0ur
Sat, 23 Aug at 03:00 pm Opinn garður

Bergstaðastræti 27

Menningarn\u00f3tt: Djass\u00adt\u00f3n\u00adleikar me\u00f0 Fr\u00edtt Fall
Sat, 23 Aug at 05:00 pm Menningarnótt: Djass­tón­leikar með Frítt Fall

Sæmundargata 11, 101 Reykjavík, Iceland

MUSIC ENTERTAINMENT

What's Happening Next in Reykjavík?

Discover Reykjavík Events