Vilhjálmur Vilhjálmsson 80 ára - Aukatónleikar!

Schedule

Sat, 04 Oct, 2025 at 04:00 pm

UTC+00:00

Location

Harpa Concert Hall | Reykjavík, RE

Advertisement
AÐRIR AUKATÓNLEIKAR VEGNA MIKILLAR EFTIRSPURNAR!
Söngvarinn ástsæli Vilhjálmur Vilhjálmsson fæddist 11. apríl árið 1945 og hefði því orðið áttræður. Fólk man ljúfa tenórrödd þessa vinsæla dægurlagasöngvara og það sem meira er, ungt fólk sem fætt er löngu eftir fráfall Vilhjálms dáir lögin sem hann gerði að sínum með persónulegum og áreynslulausum söngstíl. Mörg lög lifa enn í minningunni hátt í fimmtíu árum eftir að þau komu út, svo sem Lítill drengur, Bíddu pabbi, Þú átt mig ein og Söknuður svo að örfá séu nefnd.
Vegna mikillar eftirspurnar verða tónleikarnir endurteknir laugardaginn 4. október kl. 16:00 og 20:00 í Eldborg.
Friðrik Ómar syngur lög Vilhjálms ásamt gestum og stórhljómsveit undir stjórn Karls. O. Olgeirssonar.
Hópabókanir, 20 manns og fleiri, sendist á [email protected]
Um Vilhjálm Vilhjálmsson
Vilhjálmur hóf söngferil sinn með hljómsveitinni Busabandinu árið 1961 þegar hann var við nám við Menntaskólann á Akureyri. Fram að þeim tíma hafði hann ekki mikla trú á tónlistarhæfileikum sínum og stefndi ekki á frama á því sviði. Vilhjálmur kom þó úr mikilli tónlistarfjölskyldu. Hann var yngstur fimm systkina og ólst upp á Merkinesi í Höfnum á Suðurnesjum. Faðir hans, Vilhjálmur Hinrik Ívarsson, var þekktur harmonikuleikari og söngmaður en eldri systir hans var, eins og alþjóð veit, söngkonan Elly Vilhjálms.
Vilhjálmur fylgdi fyrrverandi meðlimi úr Busabandinu, Þorvaldi Halldórssyni, og fór að syngja með Hljómsveit Ingimars Eydal árið 1965, um svipað leyti og hann lauk menntaskólanámi. Hann söng inn á tvær plötur með hljómsveitinni og vann strax hylli þjóðarinnar með lögum eins og Litla sæta ljúfan góða og Vor í Vaglaskógi.
Vilhjálmur hætti í hljómsveit Ingimars Eydal og fluttist til Reykjavíkur til að hefja tannlæknanám. Hann sagði þó ekki skilið við tónlistina og vann fyrir sér með því að syngja með Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar sem lék á veitingahúsinu Röðli öll kvöld vikunnar. Vilhjálmur hætti tannlæknanáminu eftir tvö ár og helgaði sig alfarið tónlistinni.
Vilhjálmur söng inn á fjórar plötur með systur sinni Elly, sú fyrsta, Systkinin Vilhjálmur og Elly syngja saman, kom út árið 1969. Allar plöturnar nutu mikilla vinsælda og varla er til sá Íslendingur sem ekki getur raulað með jólaplötu þeirra systkina.
Eftir að hafa lokið flugnámi árið 1970 flutti Vilhjálmur til Lúxemborgar en kom þó reglulega heim í frí og söng inn á plötur. Hann gaf út sólóplötu árið 1972 sem sló rækilega í gegn. Platan innihélt vinsæl lög eins og Bíddu pabbi og Ó mín kæra vina. Árið 1976 kom svo út platan Með sínu nefi þar sem Vilhjálmur söng lög sem hann lét semja við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk. Ári síðar kom svo út platan Hana-nú, þar sem Vilhjálmur samdi alla söngtexta en fékk þekkta tónhöfunda til að semja lögin. Hana-nú geymdi meðal annarra lögin Sökunuður og Þú att mig ein. Söngferill Vilhjálms spannaði þó ekki langan tíma, en hann lést sem kunnugt er langt fyrir aldur fram í bílslysi í Lúxemborg árið 1978. Vilhjálmur lét eftir sig þrjú börn.
Advertisement

Where is it happening?

Harpa Concert Hall, Epal - Harpa og Laugavegur, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Event Location & Nearby Stays:

Fri\u00f0rik \u00d3mar

Host or Publisher Friðrik Ómar

It's more fun with friends. Share with friends

Discover More Events in Reykjavík

Skapandi smi\u00f0ja | Armb\u00f6nd
Sat, 04 Oct at 12:00 pm Skapandi smiðja | Armbönd

Borgarbókasafnið Úlfarsárdal

WORKSHOPS KIDS
REYKJAV\u00cdK DEATHFEST 2025
Sat, 04 Oct at 01:00 pm REYKJAVÍK DEATHFEST 2025

IÐNÓ

MUSIC ENTERTAINMENT
ENDURVAKNING mannkyns me\u00f0 Orango Riso fr\u00e1 Damanhur
Sat, 04 Oct at 01:00 pm ENDURVAKNING mannkyns með Orango Riso frá Damanhur

Listasafn Einars Jónssonar / The Einar Jónsson Sculpture Museum

H\u00e1l ertu Nj\u00e1la
Sat, 04 Oct at 01:00 pm Hál ertu Njála

Arngrímsgata 5, 107 Reykjavík, Iceland

Mamma \u00fearf a\u00f0 djamma 2025
Sat, 04 Oct at 07:00 pm Mamma þarf að djamma 2025

Háskólabíó

PARTIES ENTERTAINMENT
Vilhj\u00e1lmur Vilhj\u00e1lmsson 80 \u00e1ra - Aukat\u00f3nleikar!
Sat, 04 Oct at 08:00 pm Vilhjálmur Vilhjálmsson 80 ára - Aukatónleikar!

Harpa Concert Hall

S\u00c1LMURINN UM BL\u00d3MI\u00d0 - J\u00f3n Hjartarson - Frums\u00fdning
Sat, 04 Oct at 08:00 pm SÁLMURINN UM BLÓMIÐ - Jón Hjartarson - Frumsýning

Brákarbraut 13-15, 310 Borgarnes, Iceland

Reykjavik Awaits! Dive Into Its Charm with a Scavenger Hunt!
Thu, 10 Oct at 07:00 am Reykjavik Awaits! Dive Into Its Charm with a Scavenger Hunt!

Sæbraut, 101 Reykjavík, Iceland

CONCERTS MUSIC
Fl\u00f6kt
Tue, 16 Sep at 08:00 pm Flökt

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

MUSIC ENTERTAINMENT
Sunna Gunnlaugs at Hotel Holt
Wed, 17 Sep at 06:00 pm Sunna Gunnlaugs at Hotel Holt

Hotel Holt, Reykjavik

MUSIC ENTERTAINMENT
Haust - t\u00f3nleikar\u00f6\u00f0 Kaffi Fl\u00f3ru - Snorri Helgasson
Thu, 18 Sep at 08:00 pm Haust - tónleikaröð Kaffi Flóru - Snorri Helgasson

Grasagarðinum í Laugardal, 104 Reykjavík, Iceland

T\u00f6frandi Sinf\u00f3n\u00eda
Sat, 20 Sep at 02:00 pm Töfrandi Sinfónía

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2

MAGIC-SHOW MUSIC
N-Trance in Reykjav\u00edk
Sat, 20 Sep at 05:00 pm N-Trance in Reykjavík

Valur

ENTERTAINMENT CONCERTS
HELLIRINN METALFEST 5 - 2025
Sat, 20 Sep at 05:00 pm HELLIRINN METALFEST 5 - 2025

TÞM - Hellirinn

ART MUSIC
Birnir - St\u00f3rt\u00f3nleikar \u00ed Laugardalsh\u00f6ll
Sat, 20 Sep at 07:00 pm Birnir - Stórtónleikar í Laugardalshöll

Laugardalshöllin

Ungsveitin leikur Tsjajkovsk\u00edj
Sun, 21 Sep at 02:00 pm Ungsveitin leikur Tsjajkovskíj

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2

ENTERTAINMENT MUSIC
Frelsi hugans - \u00c1sbj\u00f6rg J\u00f3nsd\u00f3ttir
Mon, 22 Sep at 08:00 pm Frelsi hugans - Ásbjörg Jónsdóttir

Fríkirkjan við Tjörnina

MUSIC ENTERTAINMENT
\u2728 Kirtan & Essential songs \ud83c\udfb5
Tue, 23 Sep at 08:00 pm ✨ Kirtan & Essential songs 🎵

White Lotus Venue - Iceland

ENTERTAINMENT MUSIC
Dan\u00edel & Eric Lu
Thu, 25 Sep at 07:30 pm Daníel & Eric Lu

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2

ENTERTAINMENT MUSIC

What's Happening Next in Reykjavík?

Discover Reykjavík Events