Töfrandi jólastundir í Jónshúsi - jólaföndur fyrir börn!
Schedule
Sun Nov 23 2025 at 11:00 am to 12:30 pm
UTC+01:00Location
Jónshús | Copenhagen , SK
Advertisement
Töfrandi jólastund í Jónshúsi!Sunnudaginn 23.nóvember nk. kl.11 býður leik- og söngkonan og handritshöfundurinn Jana María til jólaföndurs í Jónshúsi.
Fyrir nokkrum árum kom út dagatalsbókin Töfrandi jólastundir hjá Sölku bókaútgáfu en frá því bókin kom út hefur Jana María staðið fyrir árlegri jólaföndurstund fyrir börn. Þar sem Jana María er nú búsett í Kaupmannahöfn er kjörið að halda jólaföndurstund í Jónshúsi fyrir krakka í borginni - en fullorðnir krakkar sem kunna að meta föndur eru líka hjartanlega velkomin.
Bókin Töfrandi jólastundir inniheldur 24 verkefni fyrir jólin, svo hægt er að nota bókina sem dagatalsbók en líka sem hugmyndabanki á aðventunni. Bókin er aðeins fáanleg á íslensku en hægt verður að festa kaup á bókinni í Jónshúsi.
Á viðburðinum í Jónshúsi verður hægt að gera valin verkefni úr bókinni en allt efni verður á staðnum auk áhalda - svo ekki þarf að koma með neitt nema góða jólaföndurskapið!
Ókeypis er á viðburðinn en það þarf að skrá sig hér:
https://forms.gle/i7g6mSmz2fyszeSV8
Hlakka til að sjá ykkur, öll hjartanlega velkomin!
Hlýjar kveðjur
Jana María
//
Magisk juletid i Jónshús!
Søndagen den 23.november kl.11 tilbyder Jana María børn til en magisk juletid i Jónshús.
For nogle år siden udkom kalenderbogen Töfrandi jólastundir hos Salka bogforlag i Island og siden bogen udkom, har Jana María stået for en årlig julefest for børnene. Da Jana María nu bor i København, skal det selvfølgelig være en hyggelig juletid i Jónshúsi for alle børn – også voksen børn som elsker at lave ting med hænderne!
Bogen Töfrandi jólastundir indeholder 24 aktiviteter til jul, så bogen kan bruges som kalenderbog og som idébank til adventstiden. Bogen findes desværre kun på islandsk men i Jónshús bliver det muligt at kig i bogen og lave nogle udvalgte projekter fra bogen. Alt materiale er på stedet - så I behøver ikke medbringe noget!
Der er plads til alle, men man skal tilmelde sig her:
https://forms.gle/i7g6mSmz2fyszeSV8
Jeg glæder mig til at se jer,
alle er hjertelig velkommen!
Kærlig hilsen,
Jana Maria
_________
Meira um Töfrandi jólastundir:
Bókin Töfrandi jólastundir kom út hjá Sölku Bókaútgáfu árið 2019 og hefur orðið hluti af jólahefð barna á aðventunni á mörgum heimilum. Textar og hugmyndir í bókinni eru eftir Jönu Maríu Guðmundsdóttir en Hildur Sigurðardóttir gerði bókina grafíska og sæta, Sólveig Jónsdóttir veitti ráðleggingar um matarkyns gúmmilaðiföndur og Rakel Ósk Sigurðardóttir tók skínandi ljósmyndir.
Leik- og söngkonan Jana María gerði dagatalsbókina Töfrandi jólastundir fyrir nokkrum árum. Nú býður hún íslenskum börnum (og öllum börnum) upp á ókeypis jólaföndurstund í Jónshúsi sunnudaginn 23.nóvember kl.14. Fullorðin börn sem elska föndur eru líka velkomin!
Bókin er einnig fáanleg í vefverslun Sölku: https://www.salka.is/products/tofrandi-jolastundir?_pos=1&_sid=58a45a9de&_ss=r
Advertisement
Where is it happening?
Jónshús, Øster Voldgade 12, 1350 København K, Danmark, Copenhagen , DenmarkEvent Location & Nearby Stays:
Know what’s Happening Next — before everyone else does.











