Jólaball Íslendinga í Kronoberg
Schedule
Sat, 06 Dec, 2025 at 02:00 pm
UTC+01:00Location
Tjureda Bygdegård | Vaxjo, KR
Advertisement
Þá fer að líða að jólum og tími kominn fyrir Íslenskt jólaball 🎄💃🏼Við erum tvær Íslenskar sem söknum örlítið íslensku jólastemningarinnar og langar því að halda jólaball fyrir okkur Íslendingana í Kronoberg svo að börnin okkar fái nú smá smjörþef af okkar hefðum.
Ballið verður haldið 6.desember klukkan 14:00 i Tjureda Byggdegård.
Það verður dansað í kringum jólatréð með Íslenskum jólalögum svo endilega byrjið að æfa sönginn.
Að sjálfsögðu mæta jólasveinar á svæðið með glaðning fyrir börnin.
Þar sem þetta er í fyrsta skipti sem við höldum þetta þá fannst okkur góð hugmynd að fá hverja fjölskyldu fyrir sig að mæta með veitingar á hlaðborðið, þetta týpíska pálínu boð sem við Íslendingar erum þekkt fyrir.
Það mun kosta inná ballið
75kr fyrir fullorðna
50kr fyrir 12 ára og yngri
Frítt 2 ára og yngri
Inní þessum kostnaði er:
Salurinn
Drykkir (kaffi,gos og saft)
Glaðningur fyrir börnin
Ef það verður afgangur mun það fara í sjóð fyrir næstu skemmtun.
Salurinn rúmar eingöngu 100 manns svo verið fljót að tryggja ykkur sæti.
Swish-a á þetta númer 0721712095
Skrifa í athugasemdum Nafn og hversu margir fullorðnir og hversu mörg börn.
Ég mun skrifa það hér inni þegar það er orðið uppselt.
Hlökkum mikið til að sjá sem flesta og njóta saman í íslenskri jólastemmningu 🎅🏼
Advertisement
Where is it happening?
Tjureda Bygdegård, Tjureda Bygdegård,Rottne, Vaxjo, SwedenEvent Location & Nearby Stays:
Know what’s Happening Next — before everyone else does.











