Doktorsvörn í menntavísindum: Þorsteinn Ö. Vilhjálmsson

Schedule

Wed Oct 30 2024 at 01:00 pm to 04:00 pm

Location

Háskóli Íslands | Reykjavík, RE

Þorsteinn Önnuson Vilhjálmsson ver doktorsritgerð sína í Menntavísindum við Deild faggreinakennslu við Háskóla Íslands.
Vörnin fer fram miðvikudaginn 30. október kl. 13:00 í Hátíðasal Háskóla Íslands og verður einnig streymt hér ➡️https://vimeo.com/event/4669590

Heiti ritgerðar: Við erum að verða líkari ykkur hinum: Innlimanir og útilokanir á skurðpunkti hinseginleika, nýfrjálshyggju og þjóðernis á Íslandi 1990-2010/We Are Becoming More Like You: Inclusions and Exclusions at the Intersection of Queerness, Neoliberalism, and Nation in Iceland 1990–2010
Andmælendur: Dr. Jens Rydström prófessor emeritus við Háskólann í Lundi, Svíþjóð og dr. Justin Bengry, lektor við Goldsmiths, University of London England.
Aðalleiðbeinandi: Dr. Íris Ellenberger dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og meðleiðbeinandi dr. Michael Nebeling Petersen dósent við Háskólann í Kaupmannahöfn.
Auk þeirra sat í doktorsnefnd dr. Riikka Taavetti lektor við Háskólann í Turku, Finnlandi.
Stjórnandi athafnar: Elsa Eiríksdóttir, forseti deildar faggreinakennslu.
Verið öll velkomin.
Viðburðurinn verður einnig í streymi ➡️https://vimeo.com/event/4669590
Um verkefnið:
Á níunda áratugnum og í upphafi hins tíunda lýsti íslenskt samkynhneigt fólk sér sem „sexúalpólitískum flóttamönnum“ frá eigin landi. Aðeins tveimur áratugum síðar var mannréttindum hinsegin fólks á Íslandi lýst sem útflutningsvöru sem færa ætti öðrum þjóðum að gjöf. Hvernig gerðist þessi öra breyting? Hvers vegna varð hún? Og hvaða skilyrði voru fyrir þessari innreið íslensks hinsegin fólks inn í þjóðina?
Doktorsverkefnið Við erum að verða líkari ykkur hinum: Innlimanir og útilokanir á skurðpunkti hinseginleika, nýfrjálshyggju og þjóðernis á Íslandi 1990–2010 færir rök fyrir því að þessi breyting tengist innreið nýfrjálshyggjunnar í upphafi 10. áratugarins nánum böndum. Með henni urðu þöglar en róttækar breytingar á hinu ímyndaða samfélagi íslensku þjóðarinnar þar sem skilgreining hennar og innri mörk færðust til. Þar með var hinsegin fólki gert kleift að ganga inn í þjóðina ef það mætti ákveðnum skilyrðum sem nýfrjálshyggjan skapaði, svo sem um ábyrgðarvæðingu, hjóna- og parasambönd, þakklæti gagnvart þjóðinni og gleymsku gagnvart óréttlæti fortíðar.
Í þessu ferli fólust einnig útilokanir. Sumt hinsegin fólk var skilið eftir utan þjóðarímyndarinnar á meðan innflytjendur á Íslandi og lönd utan Vesturlanda fengu á sig hómófóbískan stimpil sem jafnframt skerpti á íslensku þjóðarstolti. Þannig má sjá hvernig hin nýja ímynd sem íslenska þjóðin öðlaðist á rannsóknartímabilinu—opin, litrík, fjölbreytt, víðsýn—tengist skilyrtri innlimun hinsegin fólks nánum böndum. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir skuggahliðum þeirrar ímyndar: Valdaójafnvæginu sem felst í þeim kröfum sem eru gerðar til íslensks hinsegin fólks fyrir inngöngu í þjóðina, sjálfsupphafningunni sem birtist í sögunni um Ísland sem fyrirmynd annarra og regluverkinu sem ímynd hinnar glöðu, þakklátu, stoltu og innlimuðu hinsegin manneskju skapar fyrir aðra.
Um doktorsefnið
Þorsteinn Vilhjálmsson (f. 1987) er fræðimaður og þýðandi. Hans fræðilegu áhugamál eru þverfagleg og liggja á mörkum sagnfræði, klassískra fræða, hinsegin fræða, sögu kynverundar og bókmenntafræði. Hann hefur ritað fjölda greina um þessi efni í íslensk og erlend fræðirit. Árið 2016 gaf hann út safn ljóðaþýðinga úr grísku og latínu, Mundu, líkami: Óritskoðuð grísk og latnesk ljóð. Tveimur árum síðar gaf hann út bókina Hundakæti: Dagbækur Ólafs Davíðssonar 1881–1884.
--
Þorsteinn Ö. Vilhjálmsson defends his PhD thesis in Educational Sciences from the Faculty of subject teacher education, University of Iceland:
We Are Becoming More Like You: Inclusions and Exclusions at the Intersection of Queerness, Neoliberalism, and Nation in Iceland 1990–2010
The oral defence takes place Wednesday, October 30, at 1 pm in the Aula in the main building of the University of Iceland, as well as in live stream.
Opponents are Dr Jens Rydström Professor Emeritus at Lund University, Sweden and Dr. Justin Bengry, Assistant Professor at Goldsmiths, University of London, England.
Main supervisor was Dr Íris Ellenberger Associate Professor at School of Education, University of Iceland and co-supervisor Dr Michael Nebeling Petersen Associate Professor at the University of Copenhagen.
Expert in the Doctoral Committee was Dr Riikka Taavetti Assistant Professor at the University of Turku, Finland.
Dr Elsa Eiríksdóttir head of the faculty of subject teacher education will conduct the ceremony.
All welcome
About the project:
In the 1980s and the beginning of the 1990s, Icelandic gays and lesbians described themselves as „sexual-political refugees“ from their country. Only two decades later, Icelandic LGBTQ+ people‘s human rights were seen as an export product to be brought as a gift to other nations. How did this change happen? Why did it happen? And what conditions were put for this entry of Icelandic LGBTQ+ people into the nation?
The doctoral thesis We Are Becoming More Like You: Inclusions and Exclusions at the Intersection of Queerness, Neoliberalism, and Nation in Iceland 1990–2010 argues that this change is intimately connected with the rise of neoliberalism. Under its influence, the imagined community of the Icelandic nation underwent subtle but radical changes as its definitions and internal boundaries were redrawn. Through this process, LGBTQ+ people were brought into the nation if they met certain conditions demanded by neoliberal ideology, such as responsibilization, monogamy and marriage, gratitude towards the national majority, and the forgetting of past injustice.
This process also involved exclusions. Some LGBTQ+ people were left behind outside of the national imaginary, while immigrants to Iceland and non-Western countries were stereotyped as homophobic, a process conversely strengthening Icelandic national pride. Thus, the new image that the Icelandic nation acquired during the research period—of being open, colorful, diverse, and tolerant—is intimately connected with the conditional inclusion of LGBTQ+ people. It is important to consider the dark side of this image: the subordination inherent in the demands made on Icelandic LGBTQ+ people for their inclusion into the nation; the self-glorification exhibited in the narrative of Iceland as a model for others; and the regulatory regime that the image of the happy, grateful, proud and nationally included LGBTQ+ subject imposes on others.
About the doctoral candidate
Þorsteinn Vilhjálmsson (born 1987) is an academic and a translator. His academic interests are interdisciplinary, spanning the fields of history, classics, queer studies, the history of sexuality and literary studies. He has written a number of articles on these topics in Icelandic and international journals and books. In 2016, he published a collection of translations of Greek and Latin poetry into Icelandic, Mundu, líkami: Óritskoðuð grísk og latnesk ljóð. Two years later, he edited the diaries of queer nineteenth-century scholar Ólafur Davíðsson, Hundakæti: Dagbækur Ólafs Davíðssonar 1881–1884.

Where is it happening?

Háskóli Íslands, Sæmundargata 4, 102 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland
Menntav\u00edsindasvi\u00f0 H\u00e1sk\u00f3la \u00cdslands

Host or Publisher Menntavísindasvið Háskóla Íslands

It's more fun with friends. Share with friends