Bókakynning í Gæðastundum
Schedule
Thu, 13 Nov, 2025 at 12:30 pm
UTC+01:00Location
Pilestredet Park 20, Oslo | Oslo, OS
Advertisement
Halla kemur til okkar í Gæðastundir og les upp úr bókinni “Til hamingju með að vera mannleg”. Í október kom bók Sigríðar Soffíu, "til hamingju með að vera mannleg", út í norskri þýðingu systranna Ragnhildar, Höllu og Auðar. Bókin heitir á norsku "Gratulerer med at du er menneskelig " og bókakynningin var haldin með pompi og prakt í embættisbústaðnum hjá sendiherrahjónunum Högna og Ásgerði á Bygdøy. Bókin er ljóðræn dagbók ungrar móður sem gekk í gegnum krabbameinsmeðferð í heimsfaraldri. Dansverk byggt á ljóðunum var sett upp í Þjóðleikhúsinu vorið 2023, sem systurnar Halla og Auður sáu með móður sinni. Elsta systirin, Ragnhildur, var þá að hefja sína meðferð við brjóstakrabbameini svo dansverkið snerti yngri systurnar djúpt.
Ragnhildur, sem býr í Noregi, fékk bókina senda og smátt og smátt fóru systurnar að þýða ljóðin yfir á norsku. Að lokum höfðu þær samband við Siggu Soffíu og þá fóru hjólin að snúast fyrir alvöru.
Bókina er einnig hægt að nálgast á vefsíðunni
http://www.duermenneskelig.no/
Og einnig er hægt að fylgjast með verkefninu á Instagram
https://www.instagram.com/duermenneskelig?igsh=MTR2cGtyMmxyYXM3dw==
Hluti af sölu bókarinnar rennur svo til Brystkreftforeningen
https://www.brystkreftforeningen.no/?utm_source=google&utm_medium=cpc&utm_campaign=02.+Brand+-+Brystkreftforeningen+og+Rosa+Sl%C3%B8yfe&gad_source=1&gad_campaignid=6520836638&gbraid=0AAAAACowR8MKvPfVJJt8PsV4CMGnmV-qe&gclid=Cj0KCQiAiKzIBhCOARIsAKpKLAP43gIjTkF922Of700uSV1zWsHNc0huN3-pjBmq9MVumbojESQJ12QaAqJGEALw_wcB
Advertisement
Where is it happening?
Pilestredet Park 20, Oslo, NorwayEvent Location & Nearby Stays:
Know what’s Happening Next — before everyone else does.











