Buffsmiðja - Listasmiðja á Laugardögum
Schedule
Sat Sep 27 2025 at 11:00 am to 05:00 pm
UTC+00:00Location
Rafstöðvarvegur 1a, 110 Reykjavík, Iceland | Reykjavík, RE
Advertisement
Laugardaginn 27. sept frá kl. 11 - 17 verðum við með Buffsmiðju í Höfuðstöðinni. Hér færðu að hanna og mála þitt eigið buff sem fær að fylgja þér í hversdagslífinu eða ævintýrum úti í náttúrunni. Hvaða litir og mynstur gefa þér kraft þegar þú ferð út að hlaupa eða hjóla? Leyfðu buffinu að verða að vini sem verndar þig í veðri og vindi.Verð per buff er 1990kr.
Hentar öllum aldurshópum.
Skráning óþörf.
Kaffihúsið, sólpallurinn, útisvæðið og sýningin Chromo Sapiens verða á sínum stað.
--
Höfuðstöðin er lista- og menningarhús í gömlu kartöflugeymslunum í Elliðaárdalnum. Þar má finna kaffihús og bar með sólpalli og útileikföngum, gjafavöruverslun og sýninguna Chromo Sapiens eftir Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter. Opið er virka daga frá kl. 12 - 18 og helgar frá kl. 11 - 17. Hægt er að leigja út Höfuðstöðina fyrir einkaviðburði og það eru skemmtilegar listasmiðjur fyrir börn og fjölskyldur alla laugardaga frá kl. 11 - 17 og á völdum frídögum.
www.hofudstodin.com
www.instagram.com/hofudstodin
www.facebook.com/hofudstodin
Advertisement
Where is it happening?
Rafstöðvarvegur 1a, 110 Reykjavík, Iceland, Rafstöðvarvegur 1, 110 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, IcelandEvent Location & Nearby Stays: