"Alltaf er einhver sem grætur" / Fadotónleikar í Hörpu 1. nóvember

Schedule

Sat Nov 01 2025 at 08:00 pm to 09:30 pm

UTC+00:00

Location

Harpa Concert Hall | Reykjavík, RE

Advertisement
Kristjana Arngrímsdóttir, ein okkar helsta þjóðlagasöngkona og José Manuel Neto, einn virtasti gítarleikari samtímans á portúgalskan gítar, koma saman á einstökum fadotónleikum í Kaldalóni, Hörpu 1. nóvember. Frábært tækifæri til að upplifa fadotónlist eins og þú hefur aldrei heyrt hana áður þar sem portúgölsk örlagatónlist og íslensk ljóð og lög fléttast saman. Neto leikur á hinn sígilda portúgalska gítar og færir tónlistinni seiðmagnaðan hljóm, á meðan Kristjana setur íslenskan blæ á djúpan og tilfinningaríkan tónheim fado.
Kristjana Arngrímsdóttir, söngkona er fædd á Dalvík og búsett í Svarfaðardal. Kristjana hóf feril sinn í Tjarnarkvartettinum sem gerði garðinn frægan bæði hérlendis og erlendis, tók þátt á ýmsum tónlistarhátíðum og var m.a. þátttakandi á Heimssýningunni Expo í Lissabon í Portúgal 1998. Sóloferill Kristjönu hófst árið 2000 en hún hefur m.a. unnið með helsta tónlistarfólki Íslands og gefið út fimm sólódiska; Þvílík er ástin, Í húminu, Tangó fyrir lífið, Stjarnanna fjöld og nú síðast Ég hitti þig við, þar sem hún frumsamdi lög við ljóð íslenskra kvenljóðskálda. Nú færir hún okkur suðrænan heim fadotónlistar frá Portúgal en djúp, hljómmikil og seiðandi rödd Kristjönu fellur einstaklega vel að þessari tegund tónlistar.
José Manuel Neto, gítarleikari á portúgalskan gítar frá Lissabon heimsækir Ísland í fyrsta sinn fyrir þessa tónleika. Hann er alinn upp í umhverfi fadotónlistar og hefur lengi verið í fremstu röð á meðal gítarleikara á portúgalskan gítar. Stíll hans einkennist af mýkt, fjölhæfni og einföldu frásagnarformi. Hann hefur í gegnum tíðina komið fram með fremstu fadosöngvurum Portúgals, þar á meðal Carlos do Carmo, Camané, Ana Moura, Mariza og António Zambujo og spilað á virtustu tónleikastöðum heims, svo sem Royal Albert Hall og fleiri stöðum. José hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og verðlaun fyrir tónlist sína auk þess sem hann hefur gefið út sólóplötu og samið fyrir kvikmyndir og fleira.
Einstakt tækifæri til að heyra Kristjönu og José Manuel töfra fram suðræna stemningu fado á íslensku – aðeins þetta eina kvöld. Tryggðu þér miða á tix: https://tix.is/event/19905/alltaf-er-einhver-sem-graetur
Fadotónlist á sér djúpstæðar rætur í portúgalskri menningu. Orðið fado kemur úr latínu, fatum, sem merkir „örlög“. Fado er þrungið djúpum tilfinningum: trega, löngunum, uppgjöf og von. Í lögunum eru sagðar sögur af lífinu – um ást og missi, sársauka og söknuð (saudade), vonir, vonbrigði og örlög fólks. Helstu hljóðfæri fado eru rödd og portúgalskur tólfstrengja gítar (guitarra portuguesa) sem gefur tónlistinni sinn einkennandi blæ.
Aðalflytjendur: Kristjana Arngrímsdóttir, þjóðlagasöngkona og José Manuel Neto, portúgalskur gítar
Hljómsveitarmeðlimir og hljóðfæri:
Örn Eldjárn - gítar, söngur
Jón Rafnsson - bassi
Kristofer Rodríguez Svönuson - slagverk
Advertisement

Where is it happening?

Harpa Concert Hall, Epal - Harpa og Laugavegur, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Event Location & Nearby Stays:

Kristjana Arngr\u00edmsd\u00f3ttir

Host or Publisher Kristjana Arngrímsdóttir

It's more fun with friends. Share with friends

Discover More Events in Reykjavík

Stevie Wonder hei\u00f0urst\u00f3nleikar - ELDBORG
Fri, 31 Oct at 09:00 pm Stevie Wonder heiðurstónleikar - ELDBORG

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

MUSIC ENTERTAINMENT
Beetlejuice - F\u00f6studagspart\u00eds\u00fdning!
Fri, 31 Oct at 09:00 pm Beetlejuice - Föstudagspartísýning!

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

HALLOWEEN PARTIES
Krakkakl\u00fabburinn Krummi \u2013 Vi\u00f0 erum alls konar \u2013 sj\u00e1lfsmynd me\u00f0 hli\u00f0run
Sat, 01 Nov at 02:00 pm Krakkaklúbburinn Krummi – Við erum alls konar – sjálfsmynd með hliðrun

Fríkirkjuvegur 7, 101 Reykjavík, Iceland

ART KIDS
ICELAND UNBOUND Escape with me to the Wild North.
Sat, 01 Nov at 03:00 pm ICELAND UNBOUND Escape with me to the Wild North.

Iceland

HEALTH-WELLNESS MEDITATION
Tilb\u00faningur: B\u00f3kabox | Fabrication: Book boxes
Wed, 05 Nov at 03:30 pm Tilbúningur: Bókabox | Fabrication: Book boxes

Borgarbókasafnið Spönginni | Spöngin City Library | Spöngin 41, 112 Reykjavík

ART
Mugison & The Iceland Symphony Orchestra - IA25 Partner Event
Thu, 06 Nov at 07:00 pm Mugison & The Iceland Symphony Orchestra - IA25 Partner Event

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

ENTERTAINMENT MUSIC
INTERSTELLAR \u2013 ORGELT\u00d3NLEIKAR \/ ORGAN CONCERT \u2013 ICELAND AIRWAVES PARTNER EVENT
Fri, 07 Nov at 06:00 pm INTERSTELLAR – ORGELTÓNLEIKAR / ORGAN CONCERT – ICELAND AIRWAVES PARTNER EVENT

Hallgrímstorg 1, Reykjavík, Iceland

ENTERTAINMENT MUSIC
Pride & Prejudice - Prj\u00f3napart\u00eds\u00fdning!
Fri, 07 Nov at 09:00 pm Pride & Prejudice - Prjónapartísýning!

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

ENTERTAINMENT PARTIES
Sat, 08 Nov at 05:00 pm Superkoloritas in Reykjavík

Iceland Airwaves all over Reykjavik City Center

ART LIVE-MUSIC

What's Happening Next in Reykjavík?

Discover Reykjavík Events